Indverjar taldir hafa gert loftárás í Pakistan Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. febrúar 2019 07:31 Mynd sem talin er sýna ummerki eftir loftárásina. Twitter Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. Þeir eru taldir bera ábyrgð á árás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana um miðjan febrúar. Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna. Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni. Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019 Indland Pakistan Tengdar fréttir Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Indverski flugherinn gerði í nótt loftárásir á bækistöðvar vígamanna. Þeir eru taldir bera ábyrgð á árás sem varð 46 indverskum hermönnum að bana um miðjan febrúar. Utanríkisráðherra Indlands segir að loftárásirnar hafi verið framkvæmdar en hins vegar er óljóst hvar sprengjurnar höfnuðu, það er að segja hvort þær hafi verið gerðar í Pakistan, eða í þeim hluta Kasmír sem Indverjar stjórna. Þó er ljóst að árásirnar hafa verið nærri landamærunum að Pakistan því flugherinn þar í landi sendi herþotur sínar á loft til móts við þær indversku án þess þó að til átaka hafi komið. Pakistanski flugherinn staðfesti að sama skapi að indverskar þotur hafi flogið inn í lofthelgi Pakistan en að þær hafi ekki valdið nokkru tjóni. Spennan á milli ríkjanna tveggja, sem bæði eiga kjarnavopn, hefur því ekki verið meiri í áraraðir. Síðast kom til vopnaðra átaka milli ríkjanna árið 1971. Indverjar kenna Pakistönum um árásir vígamannanna í Kasmír en Pakistanar segja þá alls óviðkomandi stjórnvöldum þar í landi.Payload of hastily escaping Indian aircrafts fell in open. pic.twitter.com/8drYtNGMsm— Maj Gen Asif Ghafoor (@OfficialDGISPR) February 26, 2019
Indland Pakistan Tengdar fréttir Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45 Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57 Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48 Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þjóðarsportið í hættu vegna Kasmírdeilu Indverjar vilja ekki spila við Pakistana á HM í krikket. Vilja raunar ekki sjá þá taka þátt vegna meints skeytingarleysis Pakistana í garð hryðjuverkastarfsemi. Indverjar ætla einnig að skera á rennsli vatns til Pakistans. 23. febrúar 2019 08:45
Indverjar hótar að einangra Pakistan vegna sjálfsmorðsárásar Hátt í fimmtíu hermenn féllu í sjálfsmorðssprengjuárás samtaka íslamista sem Indverjar saka Pakistana um að hafa leyft að leika lausum hala. 15. febrúar 2019 11:57
Á fjórða tug hermanna féll í sjálfsmorðsárás í Kasmír Árásin er sú mannskæðasta í Kasmír í áraraðir. Samtök pakistanskra íslamista hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. 14. febrúar 2019 16:48
Fjórir indverskir hermenn féllu í skotbardaga Fjórir indverskir hermenn féllu í Kasmír-héraði í morgun eftir að til skotbardaga kom á milli indverskra hermanna og vígamanna. 18. febrúar 2019 08:13