Kristín fékk alvarlegt fæðingarþunglyndi: „Þrengdi að hálsinum á yngri stelpunni“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2019 11:30 Kristín segir sögu sína í Íslandi í dag. Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Kristín Rut Eysteinsdóttir er 24 ára tveggja barna móðir sem býr á Selfossi. Kristín er ein fjölmargra kvenna sem varð þunglynd eftir fæðingu en aðeins eftir að seinni dóttirin kom í heiminn þann 10. júní 2017. „Daginn eftir finn ég ekki neitt, engar tilfinningar og það er bara eitthvað að,“ segir Kristín og vissi þarna ekki hvað væri að. Hún fann ekki þessa sæluvímu sem fylgdi þegar eldri dóttirin kom í heiminn. „Þá leið mér vel og blómstraði ég sem mamma. Boltinn rúllaði vel og ég var mjög félagslynd og sótti að fara í ungbarnasund og íþróttaskóla með eldri stelpuna. En með yngri stelpuna gerði ég ekkert af þessu.“ Eftir á segir Kristín að hún hafi verið í miklu sjokki og hissa á að gleðitilfinningin hafi ekki verið til staðar. Ekki hafi heldur hjálpað til að rétt fyrir fæðingu yngri dótturinnar hafi hún og barnsfaðirinn skilið.Hræðilegur tími „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir þessar hugsanir og vildi ekkert með hana hafa og vildi hana bara alls ekki yfir höfuð. Mig langaði helst að drepa sjálfan mig og hana til að komast út úr þessari vanlíðan og þurfa ekki að díla við þessar tilfinningar. Þetta var hræðilegur tími.“ Ástandið átti síður en svo eftir að batna. Stuttu seinna var dóttirin skírð og fjórum dögum eftir skírnina sprakk allt. „Þá sendi ég ljósmóður minni sms og sagði henni hvernig mér leið og ég var mjög hrædd um hvernig viðbrögð ég myndi fá frá henni, en ég fékk mjög góð viðbrögð og hún sendi mig upp á spítala upp á Selfoss til að taka við aðra ljósmóðir. Þar áttum við gott samtal og ég var lögð inn á sængulegardeild í fjóra til fimm daga og svo rúllaði boltinn og þá fór ég inn á geðdeild með stelpuna með mér og við vorum þar í tvo mánuði sem var hræðilegur tími.“Kristín með stelpurnar sínar tvær.Þar var Kristín greind með alvarlegt fæðingarþunglyndi. Ástand Kristínar átti enn eftir að versna. „Ég borðaði ekki neitt í margar vikur og var að reyna halda mjólkinni til að geta gefið henni sína næringu. Það gekk ekki upp og ég var ótrúlega pirruð og reið þegar hún þurfti að fara á brjóst og gefa henni sína næringu. Þetta var ekki notalegt stund og bara og ég var bara viltu bara þegja krakki. Ég var bara brjáluð út í hana út af því hún þurfti alltaf að fara á brjóst. Þunglyndið var það mikið að ég gat ekki hugsað mér að sinna barninu mínu.“ Eftir tvo mánuði var Kristín útskrifuð, komin á lyf og aðeins farin að tengjast barninu. „Við förum bara heim og það gengur ekki vel,“ segir Kristín sem reyndi nokkrum sinnum að taka eigið líf á þessum tíma. Hún var þá lögð inn á geðdeild í enn eitt skiptið. „Það var ekki nóg fyrir mig að hugsa að ég ætti tvær stelpur til að lifa fyrir og þyrftu á mömmu sinni að halda.“ Seinna meir fóru stelpurnar í fóstur. „Þegar ég var inni á geðdeild fer ég í hálfgert geðrof og þrengdi að hálsinum að yngri stelpunni. Ég man varla eftir þessu en ég gerði það,“ segir Kristín en þá fór Barnavernd í málið og börnin voru bæði tekin af Kristínu. Stelpurnar voru báðar settar í fóstur hjá móður Kristínar. Kristín segir átakanlega sögu sína í Íslandi í dag og vill opnari umræðu um fæðingarþunglyndi sem hrjáir fleiri konur en fólk heldur.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“