Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 11:10 Kim stígur úr brynvörðum lestarvagni sínum við komuna til Hanoi í morgun. Vísir/EPA Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Undirbúningur fyrir leiðtogafund Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nú í hámæli. Kim mætti til Víetnam með lest í morgun og Trump er væntanlegur síðar í dag. Fyrsti fundur þeirra verður á morgun. Kim steig út úr lest sinni í Hanoi klukkan 8:22 að staðartíma í morgun. Hann hafði þá ferðast um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang í alls 65 klukkustundir, að sögn Washington Post. Víetnamskir embættismenn tóku á móti leiðtoganum unga sem fékk heiðursvörð á lestarstöðinni. Þar steig Kim upp í Mercedes-eðalvagn sem tólf lífverðir fylgdu á hlaupum. Búist er við Trump með flugi til Víetnam um klukkan 21:00 að staðartíma, klukkan 14:00 að íslenskum tíma. Trump og Kim munu funda undir fjögur augu annað kvöld. Að því loknu verður kvöldverður þar sem tveir gestir og túlkar fylgja hvorum þeirra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Washington Post segir að með Trump í för verði Mike Pompeo, utanríkisráðherra, og Mick Mulvaney, starfsmannastjóri Hvíta hússins. Annar fundur er fyrirhugaður á fimmtudag. Átta mánuðir eru liðnir frá því að leiðtogarnir hittust í Singapúr en það var fyrsti fundur sitjandi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. Aðalumræðuefni þeirra verður afkjarnavopnun og refsiaðgerðir.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Kim heldur til fundar við Trump Leiðtoginn ferðast með lest til Hanoi. 23. febrúar 2019 22:58 Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Sjá meira
Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigri Sérfræðingar og ráðamenn í Bandaríkjunum að Donald Trump, forseti, muni gera slæmt samkomulag við Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að geta státað sig af vel heppnuðum samningaviðræðum þeirra þegar þeir hittast í Hanoi í Víetnam á miðvikudaginn. 24. febrúar 2019 21:30