Cohen ætlar að saka Trump um lögbrot í embætti Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2019 14:00 Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump. AP/Susan Walsh Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Michael D. Cohen, fyrrverandi lögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun meðal annars saka forsetann um lögbrot í embætti, rasisma og um að hafa logið um auð sinn, þegar hann ræðir við þingmenn í vikunni. Cohen mun byrja á að ræða við meðlimi njósnamálanefndar Bandaríkjanna á lokuðum fundi í dag og því næst mun hann tala við aðrar tvær nefndir á morgun og fimmtudag. Á morgun fer Cohen fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fulltrúadeildarinnar en sá fundur verður opinn.Blaðamenn New York Times og annarra miðla ytra hafa rætt við bandamenn Cohen um hvað hann muni segja á fundunum. Heimildarmaður NYT segir Cohen ætla að notast við skjöl sem hann eigi máli sínu til stuðnings.Meðal þess sem Cohen ætlar að segja er að Trump hafi brotið lögin eftir að hann varð forseti og mun sýna gögn sem styðja ásakanir hans. Ásakanirnar snúa að greiðslum Cohen til klámmyndaleikkonunnar Stephanie Clifford, eða Stormy Daniels, þar sem henni var greitt í aðdraganda forsetakosninganna 2016 fyrir að segja ekki frá meintu framhjáhaldi Trump með henni skömmu eftir að Melania Trump fæddi Baron Trump. Cohen hefuer játað lögbrot vegna málsins og eru tveir mánuðir þar til hann fer í fangelsi vegna þessa og fyrir að hafa logið að þingmönnum árið 2017.Sjá einnig: Greindi saksóknurum frá mögulegri óreglu í fyrirtækjum Trump Þá segir Wall Street Journal (Áskriftarvefur) að Cohen muni segja af hverju hann laug að þingmönnum varðandi vilja Trump til að byggja Trump-turn í Moskvu og ætlar Cohen að segja að forsetinn hafi skipað sér að ljúga að þingmönnum.Trump, starfsmenn hans og bandamenn hafa að undanförnu undirbúið sig fyrir komandi daga. Samkvæmt NYT hafa ráðgjafar Trump áhyggjur af því hvaða áhrif yfirlýsingar Cohen munu hafa á forsetann. Trump mun hitta Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Víetnam á morgun.Sjá einnig: Óttast að Trump geri slæmt samkomulag til að geta lýst yfir sigriBúist er við því að bandamenn Trump á þinginu muni fara harkalega gegn Cohen. Þeir muni saka hann um lygar og grafa undan trúverðugleika hans. Samkvæmt heimildum fjölmiðla ytra ætlar Cohen þó að segja frá því hvernig skoðun hans á Trump hafi breyst. Í viðtali við NBC í fyrra sagði Cohen að hann vildi ekki ljúga lengur og hann væri fyrst og fremst að hugsa um börn sín, fjölskyldu og ríki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira