Sjómannafélagið dæmt til hárra sektargreiðslna Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2019 15:46 Heiðveig og lögaður hennar, Kolbrún Garðarsdóttir hrósuðu sigri í félagsdómi nú rétt í þessu. visir/vilhelm Nú rétt í þessu féll dómur í Félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi. Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið eins og sjá má hér neðar, í tengdum fréttum.Hér getur að líta niðurstöðuna í dómi Félagsdóms, sem var fjölskipaður.„Dómurinn er staðfesting á því að forysta stéttarfélaga getur ekki takmarkað réttindi félagsmanna til að gagnrýna forystuna né að bjóða sig fram til forystu í stéttarfélagi. Slíkar takmarkanir eru ólýðræðislegar og ólöglegar,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, í samtali við Vísi.Félagið hljóti að boða til nýrra kosninga Hún segir að það hafi verið skýr ásetningur Sjómannafélags Íslands að fella úr gildi réttindi Heiðveigar með því að víkja henni úr félaginu og takmarka kjörgengi með lagabreytingu og það er tilefni til þess að sekta félagið fyrir slíka háttsemi.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljós„Dómurinn tekur nokkuð sterkt til orða varðandi hátterni stjórnarmanna og trúnaðarmannaráðs og verður fordæmisgefandi til framtíðar hvað varðar réttinn til að vera í stéttarfélagi og að tjáningarfrelsi sé virt.“ Heiðveig María telur víst að síðasta stjórnarkjör, sem fram fór á aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári, þar sem Bergur Þorkelsson áður gjaldkeri félagsins var kjörinn formaður, sé ógilt. En, hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hver næstu skref verða. Það sé í raun félagsins að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Kolbrún segir að það hljóti að vera, að stjórnarkjörið sé ómark. „Félagið hlýtur að boða til nýrra kosninga í ljósi þessarar stöðu.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Nú rétt í þessu féll dómur í Félagsdómi í máli Heiðveigar Maríu Einarsdóttur á hendur Sjómannafélagi Íslands. Hún kærði félagið meðal annars fyrir ólögmætan brottrekstur og reglur sem kveða á um að ekki megi bjóða sig fram til trúnaðarstarfa innan félagsins án þess að hafa greitt félagsgjöld í þrjú ár. „Þetta var fullt hús, fullur sigur,“ segir Heiðveig María í stuttu samtali við Vísi. Sjómannafélagið var dæmt til að greiða eina og hálfa milljón í sektargreiðslur vegna þess hvernig þeir stóðu að málum þeim sem sneru að framboði Heiðveigar Maríu. Hún hafi ætlað sér að bjóða sig fram til formanns félagsins en það endaði með því að hún var rekin úr félaginu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið eins og sjá má hér neðar, í tengdum fréttum.Hér getur að líta niðurstöðuna í dómi Félagsdóms, sem var fjölskipaður.„Dómurinn er staðfesting á því að forysta stéttarfélaga getur ekki takmarkað réttindi félagsmanna til að gagnrýna forystuna né að bjóða sig fram til forystu í stéttarfélagi. Slíkar takmarkanir eru ólýðræðislegar og ólöglegar,“ segir Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, í samtali við Vísi.Félagið hljóti að boða til nýrra kosninga Hún segir að það hafi verið skýr ásetningur Sjómannafélags Íslands að fella úr gildi réttindi Heiðveigar með því að víkja henni úr félaginu og takmarka kjörgengi með lagabreytingu og það er tilefni til þess að sekta félagið fyrir slíka háttsemi.Bergur Þorkelsson er sjálfskipaður formaður SÍ en hann hefur verið gjaldkeri félagsins.skjáskot kastljós„Dómurinn tekur nokkuð sterkt til orða varðandi hátterni stjórnarmanna og trúnaðarmannaráðs og verður fordæmisgefandi til framtíðar hvað varðar réttinn til að vera í stéttarfélagi og að tjáningarfrelsi sé virt.“ Heiðveig María telur víst að síðasta stjórnarkjör, sem fram fór á aðalfundi sem haldinn var í desember á síðasta ári, þar sem Bergur Þorkelsson áður gjaldkeri félagsins var kjörinn formaður, sé ógilt. En, hún gerir sér ekki alveg grein fyrir því hver næstu skref verða. Það sé í raun félagsins að bregðast við þeirri stöðu sem nú er upp komin. Kolbrún segir að það hljóti að vera, að stjórnarkjörið sé ómark. „Félagið hlýtur að boða til nýrra kosninga í ljósi þessarar stöðu.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28 Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Samþykktu sinn lista en dæmdu mótframboðið ólöglegt A-listi til stjórnar Sjómannafélags Íslands fyrirliggjandi. 21. nóvember 2018 11:28
Heiðveig vann áfangasigur gegn Sjómannafélaginu í Félagsdómi Félagsdómur féllst á þrjár af sex frávísunarkröfum Sjómannafélags Íslands í stefnu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur gegn félaginu. 21. desember 2018 19:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Framboð Heiðvegar metið ólögmætt Framboðslisti núverandi stjórnar Sjómannasambandsins er því sjálfkjörið til stjórnar félagsins. 20. nóvember 2018 20:07