Pósturinn hækkar verð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Bréfum innan einkaréttar hefur fækkað undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Verð á bréfum innan einkaréttar hjá Íslandspósti ohf. (ÍSP) mun hækka um næstu mánaðamót. Frá þessu er greint á heimasíðu fyrirtækisins. Í fréttinni segir að almenn bréf hækki úr 180 krónum í 195 krónur eða um rúm átta prósent. Þá hækkar magnpóstur úr 126 krónum í 140 krónur eða um rúm ellefu prósent. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur samþykkt breytinguna. Það samþykki er athyglisvert fyrir þær sakir að fyrir rétt rúmum þremur mánuðum hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun einkaréttarbréfa. Árin 2016 og 2017 var afkoma einkaréttar mjög jákvæð og í raun fjarri því að vera í samræmi við afkomu áranna á undan. Þá breytingu má rekja til hagræðis sem hlaust af fækkun dreifingardaga. Fyrir ári lagði PFS fyrir ÍSP að leggja til nýja gjaldskrá þar sem því hagræði bæri að skila til neytenda. ÍSP óskaði á móti eftir hækkun á gjaldskránni. Henni var hafnað. Hækkunin sem samþykkt var nú er eilítið meiri en sú sem PFS taldi ekki tilefni til að fallast á í fyrra ÍSP hefur reglulega óskað eftir hækkunum á gjaldskrá einkaréttar til að mæta tapi sem hlýst af samkeppnisrekstri innan alþjónustu. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ári var slæm en ársreikningur hefur ekki verið birtur eftir að aðalfundi fyrirtækisins var frestað skyndilega í síðustu viku. Þá fékk fyrirtækið heimild til að fá allt að 1,5 milljarða í neyðarlán frá ríkinu í fyrra til að forða þroti. Telja verður líklegt að fyrirtækið hefði orðið gjaldþrota árið 2016 ef ekki hefði komið til hins óvænta hagnaðar af einkarétti. Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu fann stjórn fyrirtækisins þó svigrúm til að hækka laun forstjóra um 25 prósent, hækka laun sín og greiða starfsmönnum launauppbót.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Samkeppnismál Tengdar fréttir Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15 Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00 Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Sjá meira
Óútskýrð frestun á aðalfundi Póstsins Aðalfundi Íslandspósts og þar með birtingu ársskýrslu hefur verið frestað. Fréttablaðið hefur ekki fengið svar við því hví sú ákvörðun var tekin. 23. febrúar 2019 08:15
Hækkaði forstjóra ISAVIA áður en hann hækkaði sjálfur Stjórn Íslandspósts hóf umræðu um launabreytingu forstjóra fjórum dögum eftir að forstjóri ISAVIA var hækkaður í launum. Stjórnarformaður ISAVIA segir hækkunina í samræmi við starfskjarastefnu. 26. febrúar 2019 08:00
Sigurvegarar en ekki stofnun Um svipað leyti og Alþingi samþykkti neyðarlánsheimild til Íslandspósts samþykkti færeyska þingið heimild til að selja færeyska póstinn. 15. febrúar 2019 08:15
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent