Tímamótasamruni fær brautargengi Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 27. febrúar 2019 09:00 Samruni AT&T og Time Warner var einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum. Dómsmálaráðuneytið hefur reynt að ógilda samrunann. Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann. Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir. Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner 85,4 milljörðum dala. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Áfrýjunardómstóll Bandaríkjanna komst í gær að þeirri niðurstöðu að samruni fjarskiptarisans AT&T og afþreyingarfyrirtækisins Time Warner mætti ganga í gegn. Niðurstaðan gæti bundið enda á tilraunir bandaríska dómsmálaráðuneytisins til þess að ógilda samrunann. Dómsmálaráðuneytið byggði málflutning sinn á því að AT&T, sem á DirecTV, gæti notað höfundarrétt Time Warner á sjónvarpsefni á borð við Game of Thrones til að hækka verð til keppinauta á sjónvarpsmarkaði og þannig hækka verð til neytenda. Að mati dómaranna var málflutningur ráðuneytisins „ósannfærandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur farið hörðum orðum um samrunann. Samkvæmt frétt Reuters um málið telur forsetinn að samruninn komi sér vel fyrir sjónvarpsstöðina CNN, sem er undir hatti Time Warner en Trump hefur sakað CNN um að birta falsfréttir. Um er að ræða einn stærsta samruna síðari ára í Bandaríkjunum en hann var tilkynntur árið 2016. Nemur yfirtaka AT&T á Time Warner 85,4 milljörðum dala. Ólafur Jóhann Ólafsson er aðstoðarforstjóri Time Warner en hann mun láta af störfum þegar samruninn gengur í gegn. Greindi bandaríski fjölmiðillinn Bloomberg frá því í fyrra að Ólafur Jóhann fengi 15,3 milljónir dala í sinn hlut vegna samrunans, eða rúma 1,8 milljarða króna miðað við gengi dagsins í dag.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15 AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59 AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22 Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Telur ósennilegt að stjórnvöld vestanhafs brjóti upp Facebook Ólafur Jóhann Ólafsson fyrrverandi aðstoðarforstjóri Time Warner hefur meira en 30 ára reynslu úr viðskiptalífinu vestanhafs. Hann telur ósennilegt að bandarísk samkeppnisyfirvöld brjóti upp Facebook þótt fyrirtækið sé í einokunarstöðu. Hann telur að mörg bandarísk stórfyrirtæki hafi fengið að vaxa óhóflega mikið og komist í yfirburðastöðu gagnvart keppinautum sínum án athugasemda stjórnvalda. 8. janúar 2019 18:15
AT&T segir það stór mistök að hafa ráðið lögmann Trump Forstjóri fjarskiptarisans segir að fyrirtækið hafi vanrækt að hugað að bakgrunni Michaels Cohen, persónulegs lögmanns Trump, áður en það réði hann sem ráðgjafa. 11. maí 2018 14:59
AT&T og Time Warner fá að sameinast Dómari taldi að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ekki sýnt fram á að samruninn skaðaði samkeppni eða neytendur. 13. júní 2018 07:22