Valur upp að hlið Keflavíkur │ Óvænt tap KR Anton Ingi Leifsson skrifar 27. febrúar 2019 20:57 Helena og stöllur eru komnar á toppinn með Keflavík. vísir/bára Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59. Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig. Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig. Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara. Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar. KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig. Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina. Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.Staðan í deildinni:1. Keflavík 32 stig 2. Valur 32 stig 3. KR 30 stig 4. Snæfell 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 6. Haukar 16 stig 7. Skallagrímur 12 stig 8. Breiðablik 2 stig Dominos-deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59. Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig. Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig. Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara. Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar. KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig. Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina. Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.Staðan í deildinni:1. Keflavík 32 stig 2. Valur 32 stig 3. KR 30 stig 4. Snæfell 26 stig 5. Stjarnan 26 stig 6. Haukar 16 stig 7. Skallagrímur 12 stig 8. Breiðablik 2 stig
Dominos-deild kvenna Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira