Herþotum grandað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. febrúar 2019 06:00 Pakistanski herinn birti þessa mynd af flugvél sem skotin var niður. Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May. Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Stjórnvöld í Pakistan sögðust í gær hafa grandað tveimur indverskum herflugvélum og handtekið einn flugmann. Árásin fylgir í kjölfar þess að Indverjar sögðust hafa gert loftárás á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM sem eru í Pakistan. Pakistanar sögðu þá frásögn reyndar skáldskap, til þess gerðan að auka fylgi ríkisstjórnar Narendras Modi í aðdraganda kosninga. Togstreitan á milli kjarnorkuveldanna tveggja hefur aukist gríðarlega frá því JeM-liði felldi fjörutíu Indverja í Pulwama í indverska hluta Kasmír fyrir tveimur vikum. Indverjar áfellast Pakistana, segja að þeir ættu að hafa upprætt starfsemi JeM fyrir löngu. Síðan þá hafa Indverjar sagst hafa gert fyrrnefnda árás, hermenn skotið hvorir á aðra á hinum eiginlegu landamærum í Kasmír og Pakistanar sagst hafa gert loftárásir á indverska hluta Kasmír. Rauður þráður í þessu orðaskaki er að annað ríkið fullyrðir eitthvað um árás sem hitt ríkið segir svo ósatt. Pakistanar sögðu Indverja ekki hafa fellt neina í þjálfunarbúðaárásinni, Indverjar segja Pakistana hafa verið hrakta á brott áður en þeir náðu að gera loftárás og segja þá hafa skotið niður eina flugvél, ekki tvær. „Aðgerðin í dag var gerð í sjálfsvarnarskyni. Við ætlum ekki að lýsa henni sem neins konar sigri. Við völdum skotmark okkar og tryggðum að enginn annar yrði fyrir skaða. Þrátt fyrir mikla hæfni okkar og hernaðarstyrk viljum við sækja í átt að friði,“ sagði Asif Ghafoor, upplýsingafulltrúi pakistanska hersins, um árás gærdagsins.Sjá einnig: Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans og krikketgoðsögn, sagði pakistönsk stjórnvöld hafa boðið Indverjum aðstoð sína eftir Pulwama-árásina. „Við högnumst ekki á starfsemi hryðjuverkasamtaka innan landamæranna. En ég óttaðist samt á þeim tíma að Indverjar myndu hundsa boðið og grípa til aðgerða […] Þegar Indverjar gerðu árás í gærmorgun ræddi ég við herforingja. Við ákváðum að flýta okkur ekki um of heldur lögðum mat á stöðuna til að forðast mannfall almennra borgara,“ sagði Khan. Indverjar kröfðust þess í gær að Pakistanar leystu herflugmanninn úr haldi í snatri og mótmæltu dreifingu ljósmynda af fanganum. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneytinu sagði að slíkt væri brot gegn alþjóðalögum og Genfarsáttmálanum. Undir þetta tók Arup Raha, fyrrverandi hershöfðingi í indverska flughernum. „Við fylgjum alþjóðalögum um stríðsfanga. En andstæðingar okkar fylgja Genfarsáttmálanum ekki alfarið. Ég hélt að þeir myndu ekki sýna slíka heimsku á meðan alþjóðasamfélagið fylgist allt með.“ Rajnath Singh, innanríkisráðherra Indlands, sagði að Pakistanar hefðu um langt skeið reynt að koma á óreiðuástandi á Indlandi. Þeir væru nú að reyna að rægja indversk stjórnvöld. ESB, Bandaríkin, Kína, Þýskaland og fleiri hafa lýst yfir áhyggjum af togstreitunni á milli kjarnorkuveldanna. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, lét í sér heyra í gær og kallaði eftir því að bæði ríkin reyndu að forðast frekari stigmögnun. „Við eigum í reglulegu sambandi við bæði ríkin og hvetjum til þess að þau ræðist við,“ sagði May.
Birtist í Fréttablaðinu Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40
Dökkar horfur vegna Kasmírárásar Indverjar segjast hafa ráðist á þjálfunarbúðir hryðjuverkasamtakanna JeM í Pakistan og fellt 350 eftir árás JeM í Pulwama. Pakistanar segja það tilbúning og hyggjast svara árásinni. 27. febrúar 2019 06:45