Börnum í íslensku samfélagi mismunað Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:00 Margrét Júlía Rafnsdóttir. „Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“ Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
„Barnasáttmálinn er tæki fyrir sveitarfélög og alla aðila sem eru að vinna að málefnum barna og með börnum að hafa sem leiðarljós í öllu starfi. Þegar sveitarfélög ákveða að innleiða sáttmálann, þurfa þau að tryggja réttindi allra barna, í öllu starfi á vegum sveitarfélagsins,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri Barnaheilla. Hún segir að börnum í íslensku samfélagi sé í dag mismunað vegna efnahagslegrar stöðu foreldra. „Börn bera ekki ábyrgð á við hvaða aðstæður þau búa. Við verðum að tryggja öllum börnum grundvallarmannréttindi óháð stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Efnahagsleg staða foreldra á ekki að koma í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda sem þeim ber samkvæmt Barnasáttmálanum,“ segir Margrét Júlía. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um réttindi barna, ábyrgð og skyldur stjórnvalda, svo og ábyrgð foreldra. Samfélagið verði að búa svo um hnútana að foreldrar geti sinnt uppeldisskyldum sínum og hlúð vel að börnum sínum. „Sem dæmi má nefna að samkvæmt Barnasáttmálanum eiga öll börn rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum, sem hæfa aldri þeirra og þroska og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. Ekki geta öll börn stundað tómstundastarf, m.a. vegna kostnaðar sem því fylgir. Þarna verða sveitarfélög að marka sér stefnu, þannig að öll börn geti tekið þátt án mismununar,“ segir Margrét Júlía. „Börn eiga jafnframt rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun. Því hafa Barnaheill barist fyrir því að sveitarfélög leggi af þann sið að láta foreldra kaupa hluta af námsgögnum barna sinna hvert haust. Sú barátta hefur borið árangur, en tryggja þarf að þessi kostnaður verði ekki lagður á aftur og það er einungis hægt með því að tryggja það í lögum.“ Öll börn eiga rétt á að njóta umönnunar foreldra sinna. Þó má til dæmis nefna að barn á engan sjálfstæðan veikindarétt, heldur er rétturinn foreldranna og fer eftir atvinnustöðu þeirra, stéttarfélagi og er samkvæmt kjarasamningum og mjög mismunandi. „Staða barna sem veikjast eða fæðast veik getur því verið mjög mismunandi og er það algjörlega óásættanlegt. Það þarf að tryggja í lögum um almannatryggingar og að rétturinn sé ávallt barnsins. Að búa vel að börnum og fjölskyldum þeirra frá upphafi er fjárfesting til framtíðar. Síðast en ekki síst: Ef við ætlum að tryggja börnum jarðar lífvænlega framtíð, þurfum við sem erum fullorðin að taka höndum saman, vinna gegn loftslagsbreytingum og annarri umhverfisvá. Börnin okkar og barnabörn eiga það skilið.“
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira