Viðræðum Trump og Kim óvænt slitið Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 06:52 Vel fór á með þeim Kim Jong-un og Donald Trump í gær. Fundur þeirra í dag varð hins vegar ekki jafn árangursríkur og vonir höfðu staðið til. Getty/Saul Loeb Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Leiðtogafundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, leiðtoga Norður Kóreu, í Víetnam sem fram fór í morgun varð mun styttri en menn höfðu gert ráð fyrir. Fundinum er lokið og ekkert varð af fyrirhuguðum sameiginlegum blaðamannafundi sem til stóð að halda að fundinum loknum. Trump hefur boðað til blaðamannafundar vegna hinna óvæntu vendinga en sem stendur er ekki vitað hvers vegna fundi leiðtoganna lauk svo snögglega. Trump fór rakleiðis af fundinum ásamt fylgdarliði sínu og sama gerði Kim Jong-Un um klukkan tvö að staðartíma, sjö að íslenskum. Fundinum átti samkvæmt dagskrá að ljúka um klukkan fjögur, eða tveimur tímum síðar. Þá hafði verið búist við því að leiðtogarnir næðu einhvers konar samkomulagi um kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu og að mögulega yrði samningur þess efnis einnig undirritaður en ekkert verður af því.Kim Jong Un leaves the Metropole without a joint signing ceremony pic.twitter.com/TefzCfab8J — Oliver Hotham (@OliverHotham) February 28, 2019 Í yfirlýsingu sem Hvíta-húsið sendi frá sér á sjöunda tímanum segir að þrátt fyrir að Trump og Kim hafi átt „góðar og uppbyggilegar samræður í Hanoi“ hafi þeir ekki komist að samkomulagi. Leiðtogarnir hafi til að mynda rætt kjarnorkuafvopnun og efnahagsmál. Þessum samræðum sé hins vegar ekki lokið og að sendinefndir ríkjanna hlakki til að eiga fleri fundi í framtíðinni. Hlutabréfamarkaðir í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum tóku hinum óvæntu fundarslitum illa. Suður-Kóreska vísitalan hefur fallið um rúmt prósent og gert er ráð fyrir að eitthvað svipað verði upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Hér að neðan verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá blaðamannafundi Trump, sem gert er ráð fyrir að hefjist innan skamms. Fréttin verður uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Víetnam Tengdar fréttir Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00 Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10 Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Fundur Trump og Kim hafinn Leiðtogarnir hittust nú fyrir skömmu þar sem þeir fögnuðu hvorum öðrum og héldu svo til kvöldverðar. 27. febrúar 2019 12:00
Kim mættur til Víetnam fyrir fundinn með Trump Leiðtogi Norður-Kóreu ferðaðist með lest um 4.000 kílómetra leið frá Pjongjang. 26. febrúar 2019 11:10
Sannfærður um árangur í Hanoi Vel fór á með þeim Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á fyrsta degi leiðtogafundar þeirra í víetnömsku borginni Hanoi í gær. 28. febrúar 2019 06:00