Fríaði Kim af ábyrgð á dauða bandarísks námsmanns Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:04 Fundi Trump og Kim var slitið fyrr en til stóð þar sem ekkert samkomulag náðist um afkjarnavopnun og afléttingu refsiaðgerða. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til varnar þegar fréttamenn reyndu að spyrja þann síðarnefnda út í dauða bandarísks námsmann sem var beittur ofbeldi í haldi Norður-Kóreumanna. Sagði Trump trúa því að Kim hafi ekki vitað af meðferðinni á námsmanninum. Otto Warmbier lést skömmu eftir að var fluttur til Bandaríkjanna frá Norður-Kóreu árið 2017. Hann var 22 ára gamall. Fjölskylda hans segir að hann hafi verið pyntaður á hrottalegan hátt þegar hann sat í norður-kóresku fangelsi. Hann var í dái þegar hann kom til Bandaríkjanna en hann hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða í haldi Norður-Kóreumanna. „Ég trúi ekki að hann hefði leyft því að gerast. Það var bara ekki honum til hagsbóta að leyfa því að gerast,“ sagði Trump þegar fréttamenn beindu spurningu um dauða Warmbier að Kim á leiðtogafundi þeirra í Hanoi í Víetnam. Fullyrti Trump að Kim liði illa vegna dauða Warmbier sem var handtekinn og sakaður um að vera bandarískur njósnari þegar hann var í skipulagðri ferð í Norður-Kóreu í desember árið 2015, að sögn Washington Post. „Hann segir mér að hann hafi ekki vitað af því og ég tek orð hans trúanleg,“ sagði Trump og benti á að margt fólk væri í fangelsum í Norður-Kóreu og að þau væri harðneskjulegir staðir þar sem slæmir hlutir ættu sér stað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur komið erlendum alræðisherrum til varnar opinberlega. Á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta í Helsinki í fyrra tók Trump neitanir Pútín um að hann hefði reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016 trúanlegri en bandarískar leyniþjónustustofnanir. Á meðan bandaríska leyniþjónustan taldi svo að líkur væru á því að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hefði skipað fyrir um morðið á Jamal Khashoggi reyndi Trump ítrekað að gera lítið úr mögulegri ábyrgð ráðamanna í Ríad á dauða blaðamannsins. Í báðum þessum tilfellum vitnaði Trump til þess að erlendu leiðtogarnir hefðu neitað því að þeir bæru ábyrgð.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15 Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18 Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43 Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Ævintýraferð Otto Warmbier til Norður-Kóreu endaði á versta veg Hver var Warmbier, hvað var hann að gera í Norður-Kóreu og hvers vegna var hann handtekinn? 20. júní 2017 15:15
Trump fordæmir stjórnvöld Norður-Kóreu vegna andláts Warmbier Donald Trump forseti Bandaríkjanna segir stjórnvöld Norður Kóreu „hrottaleg“ í kjölfar frétta af andláti Otto Warmbier. Þá vottaði forsetinn fjölskyldu Warmbier einnig samúð sína. 19. júní 2017 23:18
Segja son sinn hafa spangólað og gefið frá sér ómanneskjuleg hljóð Foreldrar Otto Warmbier, Bandaríkjamanns sem handtekinn var í Norður-Kóreu í fyrra og lést fyrr á þessu ári, segja að norður-kóresk yfirvöld hafi pyntað son sinn. 27. september 2017 08:43
Otto Warmbier er látinn Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier, sem var sleppt úr haldi norður-kóreskra stjórnvalda í síðustu viku, eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu, er látinn. 19. júní 2017 20:44