Luka Doncic kveður táningsárin í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2019 17:30 Luka Doncic. Getty/Stacy Revere Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019 NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Slóvenski nýliðinn Luka Doncic lék í nótt sinn síðasta leik sem táningur í NBA-deildinni í körfubolta. Það virðist fátt koma í veg fyrir að Luka Doncic verði valinn nýliði ársins og margir spekingar tala um hann sem eina af stóru framtíðarstjörnum deildarinnar. Luka Doncic var með 26 stig, 10 fráköst og 7 stoðsendingar í 110-101 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Það fór því ekki svo að hann tapaði fjórum síðustu leikjum sínum sem táningur. Doncic var með þrennu í leiknum á undan (28 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) en þurfti þá að sætta sig við tap á móti Los Angeles Clippers. Luka Doncic heldur upp á tvítugsafmælið sitt í dag en hann fæddist 28. febrúar 1999 í Ljubljana í Slóveníu.Join us in wishing @luka7doncic of the @dallasmavs a HAPPY 20th BIRTHDAY! #NBABDAY#MFFLpic.twitter.com/rM8Kqt4sf4 — NBA (@NBA) February 28, 2019Doncic lék alls 57 leiki sem táningur í NBA-deildinni og á fjórar af fimm þrennum táninga í allri NBA-sögunni. Meðaltöl hans sem táningur voru 20,9 stig, 7,3 fráköst og 5,7 stoðsendingar í leik. Luka Doncic var valinn nýliði mánaðarins í Vesturdeildinni í nóvember, desember og janúar. Hann sló í gegn með Real Madrid á Spáni og slóvenska landsliðinu á Eurobasket en það hefur líka komið í ljós að leikur hans passar mjög vel inn í NBA-deildina.Happy 20th Birthday @Luka7Doncic pic.twitter.com/dBGIt4bR3e — FIBA (@FIBA) February 28, 2019Frammistaða Luka Doncic hefur kallað á allskonar vangaveltur og samanburð. Margir nefna Larry Bird í þeim samanburði en báðir eiga þeir það sameiginlegt að lesa leikinn einkar vel og plata menn upp úr skónum með útsjónarsömum leik sínum. Rick Carlisle, þjálfari Dallas Mavericks, spilaði með Larry Bird hjá Boston Celtics á sínum tíma og hefur viðurkennt að það sé margt líkt með þeim. Það verður þó erfitt fyrir Luka Doncic að ná á sama stall og Bird sem var meðal annars kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar þrjú tímabil í röð á níunda áratugnum.A beautiful moment in LA as @luka7doncic gifts out his #NBAKicks! #ThisIsWhyWePlaypic.twitter.com/4QLBOzPDd7 — NBA KICKS (@NBAKicks) February 26, 201950 PTS combined... @luka7doncic (26p/10r/7a) & @jalenbrunson1 (24p/5a) lead the @dallasmavs to victory! #MFFLpic.twitter.com/zC25ZA7IUn — NBA (@NBA) February 28, 2019
NBA Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira