Fölsuð málverk Stórvals næstum boðin upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 19:37 Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, er þekktastur fyrir málverk sín af Herðubreið. Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar. Myndlist Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira
Héraðssaksóknari rannsakar nú hvort málverk eftir listamanninn Stefán frá Möðrudal, betur þekktur sem Stórval, sem til stóð að bjóða upp á uppboði í Gallerí Fold á mánudag, séu fölsuð. Greint var frá málinu í kvöldfréttum RÚV en þar fullyrti forvörður hjá Listasafni Íslands að um fölsuð verk væri að ræða. Stórval lést árið 1994 og var þekktastur fyrir myndir sínar af Herðubreið. Í kvöldfréttum RÚV kom fram að verð á myndum eftir hann sé nú á bilinu 200-300 þúsund krónur. Til hafi staðið að bjóða upp tvær myndir Stórvals á mánudag í Gallerí Fold en þá hafi grunur vaknað um að verkin væru fölsuð. Forsvarsmaður gallerísins segir að einstaklingur, sem komi reglulega með verk til uppboðs, hafi komið með umræddar myndir. Sá hafi fengið myndirnar hjá Rammamiðstöðinni í Síðumúla. Eigandi fyrirtækisins kvaðst ekki muna eftir þeim og hafði jafnframt engar upplýsingar um eigendasögu þeirra, að því er fram kom í frétt RÚV um málið í kvöld.Rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildarÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari.Vísir/GVAÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að málið hafi komið á borð embættisins í gær. Hann segir að ekki liggi fyrir kæra í málinu en það sé til skoðunar. Aðspurður segir Ólafur að á þessum tímapunkti einskorðist málið við umræddar tvær myndir. „Nei, þetta er voða svipað og kemur fram í fréttinni. Þetta eru tvær myndir sem eru teknar út af söluskrá rétt fyrir uppboð vegna gruns uppboðshússins að þær séu falsaðar,“ segir Ólafur. „Og við erum í raun og veru að sjá hvernig það lítur allt saman út.“ Inntur eftir því hvort lögregla rannsaki málið vísar Ólafur í sambærileg mál sem komu upp fyrir nokkuð löngu síðan. „Þá var þetta rannsakað á sviði efnahagsbrotadeildar og rannsókn efnahagsbrota er í dag hjá okkur.“ Haft var eftir Ólafi Inga Jónssyni forverði hjá Listasafni Íslands í frétt RÚV um málið að undirskrift Stórvals á umræddum málverkum væri greinilega ekki með eðlilegum hætti. Slíkt benti til að myndirnar væru falsaðar. Þá væru falsanirnar jafnframt mjög nýlegar.
Myndlist Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Sjá meira