Segir landbúnaðinn hafðan fyrir rangri sök Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2019 11:12 Vöruverð á Íslandi er óheyrilega hátt en menn greinir á um hverjar ástæðurnar fyrir því eru. visir/vilhelm Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur segir það lélegt að spjótum sé beint að landbúnaðinum sérstaklega; að hann beri ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi. Kristján Finnur lagðist í lestur á tollskrám bæði á Íslandi og Noregi og hann segir í því samhengi allt tal um ofurtolla bábilju. Þetta hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga eða eftir að ASÍ birti sína verðskrá þar sem fram kemur að vörukarfan hér sé næstum 70 prósentum dýrari í Reykjavík en Helsinki. Og munar um minna. Svo virðist sem tollalækkanir skili sér ekki til almennra neytenda.Sveitastrák sem rann blóðið til skyldunnar Spjótin hafa beinst að landbúnaðinum í þessu samhengi en Kristján Finnur, sem segist vera sveitastrákur, að ætt og uppruna úr Dölunum og honum rann blóðið til skyldunnar, eins og hann segir sjálfur. Og hefur birt niðurstöður sínar á Facebook og hafa þær vakið verulega athygli. Og var Kristján Finnur í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi þetta nánar, þennan saman samanburð á tollvernd á Ísland og Noregi. Hann sagði þetta vissulega hafa verið þungan lestur en gaman eftir á að hafa skoðað þetta.Kristján Finnur telur ómaklega vegið að landbúnaðinum. Ásakanir um að hann beri ábyrgð á háu vöruverði séu úr lausu lofti gripnar.„Ég komst að því að þessi áróður sem talsmenn verslunarinnar hafa haldið lengi fram, að þetta sé allt íslenskum landbúnaði að kenna, hann stenst ekki skoðun. Því miður. Því að tollar hafa verið lækkaðir eins og ASÍ hefur verið að halda fram. Og einfaldlega ef menn bera saman tolla frá síðustu verðkönnun ASÍ og í dag, þá hafa tollar lækkað bæði í prósentum og fastri krónutölu. Fasta krónutalan hefur rýrnað í þeirri verðbólgu sem verið hefur á Íslandi. Þessi matarkarfa ASÍ hefur lækkað um 25 prósent. Hér á Íslandi,“ segir Kristján Finnur.Meiri tollavernd í Noregi Kristján skoðaði einnig norsku tollskrána og sagði áhugavert það sem þá kom uppúr dúrnum. „Þessir ofurtollar sem talað er um, að við séum þau einu í heiminum sem eru með slíkt, það stenst ekki heldur skoðun. Í Noregi er meiri tollvernd. Heilt yfir. Í Noregi er í prósentum talið hærri tollvernd en er hér. Samt er karfan ódýrari. Talsvert,“ segir Kristján Finnur og segir að ekki sé hægt að rekja hátt matarverð til tollaverndar.Hér má sjá niðurstöður Kristjáns Finns sem hafa vakið verulega athygli.Kristján Finnur rakti að 1. maí 2018, eða í fyrra, tók í gildi nýr samningur milli Íslands og ESB þar sem tollar eru felldir niður á 340 tollskrárnúmer og lækkaðir á ansi mörgum öðrum. „Og þetta, eins og í þessari matarkörfu er það sérstaklega nautahakk, kjúklingabringur og svínagúllas sem hafa lækkað. Og mér finnst eiginlega ekki að það sé endalaust hægt að skýla sér á bak við það og skjóta föstum skotum á landbúnaðinn í staðinn fyrir að ræða bara hverjar ástæðurnar gætu verið?“Áróður um ofurtolla stenst ekki Umsjónarmenn Bítsins voru á því að niðurstöður og tafla sem Kristján Finnur tók saman sé sláandi. Viðmælandi þeirra segist enginn sérfræðingur í tollamálum en honum fannst eitthvað ekki standast í þessu og ákvað að hella sér í rannsóknir. Og hann hefur fengið meiri viðbrögð við niðurstöðunum en hann bjóst við.„Þessi fasta krónutala og rýrnun á krónunni sem veldur því að tollar hafa lækkað,“ segir Kristján Finnur sem telur reyndar að ýmsar ástæður margþættar skýri hátt vöruverð á Íslandi. Hér er dýrara að reka verslun en í Noregi og markaðurinn er minni. „Þetta á sér skýringar en lélegt að skjóta alltaf íslenska landbúnaðinn í kaf. Eins og meirihluti landsmanna hafði ég ekki hugmynd um hverjir þessir tollar voru. Maður heyrir að þetta séu ofurtollar en þetta er kannski ekki þannig.“ Bítið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Kristján Finnur Sæmundsson véltæknifræðingur segir það lélegt að spjótum sé beint að landbúnaðinum sérstaklega; að hann beri ábyrgð á háu vöruverði á Íslandi. Kristján Finnur lagðist í lestur á tollskrám bæði á Íslandi og Noregi og hann segir í því samhengi allt tal um ofurtolla bábilju. Þetta hefur verið talsvert til umræðu undanfarna daga eða eftir að ASÍ birti sína verðskrá þar sem fram kemur að vörukarfan hér sé næstum 70 prósentum dýrari í Reykjavík en Helsinki. Og munar um minna. Svo virðist sem tollalækkanir skili sér ekki til almennra neytenda.Sveitastrák sem rann blóðið til skyldunnar Spjótin hafa beinst að landbúnaðinum í þessu samhengi en Kristján Finnur, sem segist vera sveitastrákur, að ætt og uppruna úr Dölunum og honum rann blóðið til skyldunnar, eins og hann segir sjálfur. Og hefur birt niðurstöður sínar á Facebook og hafa þær vakið verulega athygli. Og var Kristján Finnur í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann ræddi þetta nánar, þennan saman samanburð á tollvernd á Ísland og Noregi. Hann sagði þetta vissulega hafa verið þungan lestur en gaman eftir á að hafa skoðað þetta.Kristján Finnur telur ómaklega vegið að landbúnaðinum. Ásakanir um að hann beri ábyrgð á háu vöruverði séu úr lausu lofti gripnar.„Ég komst að því að þessi áróður sem talsmenn verslunarinnar hafa haldið lengi fram, að þetta sé allt íslenskum landbúnaði að kenna, hann stenst ekki skoðun. Því miður. Því að tollar hafa verið lækkaðir eins og ASÍ hefur verið að halda fram. Og einfaldlega ef menn bera saman tolla frá síðustu verðkönnun ASÍ og í dag, þá hafa tollar lækkað bæði í prósentum og fastri krónutölu. Fasta krónutalan hefur rýrnað í þeirri verðbólgu sem verið hefur á Íslandi. Þessi matarkarfa ASÍ hefur lækkað um 25 prósent. Hér á Íslandi,“ segir Kristján Finnur.Meiri tollavernd í Noregi Kristján skoðaði einnig norsku tollskrána og sagði áhugavert það sem þá kom uppúr dúrnum. „Þessir ofurtollar sem talað er um, að við séum þau einu í heiminum sem eru með slíkt, það stenst ekki heldur skoðun. Í Noregi er meiri tollvernd. Heilt yfir. Í Noregi er í prósentum talið hærri tollvernd en er hér. Samt er karfan ódýrari. Talsvert,“ segir Kristján Finnur og segir að ekki sé hægt að rekja hátt matarverð til tollaverndar.Hér má sjá niðurstöður Kristjáns Finns sem hafa vakið verulega athygli.Kristján Finnur rakti að 1. maí 2018, eða í fyrra, tók í gildi nýr samningur milli Íslands og ESB þar sem tollar eru felldir niður á 340 tollskrárnúmer og lækkaðir á ansi mörgum öðrum. „Og þetta, eins og í þessari matarkörfu er það sérstaklega nautahakk, kjúklingabringur og svínagúllas sem hafa lækkað. Og mér finnst eiginlega ekki að það sé endalaust hægt að skýla sér á bak við það og skjóta föstum skotum á landbúnaðinn í staðinn fyrir að ræða bara hverjar ástæðurnar gætu verið?“Áróður um ofurtolla stenst ekki Umsjónarmenn Bítsins voru á því að niðurstöður og tafla sem Kristján Finnur tók saman sé sláandi. Viðmælandi þeirra segist enginn sérfræðingur í tollamálum en honum fannst eitthvað ekki standast í þessu og ákvað að hella sér í rannsóknir. Og hann hefur fengið meiri viðbrögð við niðurstöðunum en hann bjóst við.„Þessi fasta krónutala og rýrnun á krónunni sem veldur því að tollar hafa lækkað,“ segir Kristján Finnur sem telur reyndar að ýmsar ástæður margþættar skýri hátt vöruverð á Íslandi. Hér er dýrara að reka verslun en í Noregi og markaðurinn er minni. „Þetta á sér skýringar en lélegt að skjóta alltaf íslenska landbúnaðinn í kaf. Eins og meirihluti landsmanna hafði ég ekki hugmynd um hverjir þessir tollar voru. Maður heyrir að þetta séu ofurtollar en þetta er kannski ekki þannig.“
Bítið Landbúnaður Matur Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07