Listería í reyktum laxi og bleikjuafurðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. febrúar 2019 12:03 Ópal birkireyktur laxabiti. Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar af markaði vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greinst hefur í þeim, í samráði við Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni sem ítrekar fyrri viðvörun um allan graflax frá Ópal Sjávarfangi með síðasta notkunardegi í janúar, febrúar og mars. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu til bráðabirgða á umræddum vörum og graflaxi frá Ópal 5. febrúar s.l. á meðan á rannsókn stendur. Dreifing og markaðssetning verður ekki heimil fyrr en stofnunin hefur fengið staðfest að listería greinist ekki í framleiðsluferlinu. Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur: • Vöruheiti: Ópal birkireyktur laxabiti og laxaflöt, Ópal reyktar laxasneiðar (100 gr og 300 gr), Ópal reyktur laxaafskurður, 400 gr. Ópal reykt fjallableikja í sneiðum, 100 gr og fjallableikja í bitum • Framleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf., Grandatröð 4, 220 Hafnarfjörður • Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar í janúar og febrúar • Lotunúmer: Reyktur lax 01.30.03 og fjallableikja 03.10.03 • Strikamerki: Sjá einnig mynd að neðan. 23 273 21 00000 V, 23 273 22 00000 V, 5 69423010104, 5 694230 101177, 569423010133, 5 694230 101368, 23 273 66 00000 V • Framleiðsluland: Ísland • Dreifing: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin og verslanir Iceland Matvælastofnun bendir neytendum sem hafa keypt vöruna að neyta hennar ekki og hafa samband við fyrirtækið um endurgreiðslu í síma 517 66 30 eða á netfanginu opal@opal.is. Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar. Innköllun Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Matvælastofnun varar við neyslu á tilteknum lotum af reyktum laxi og fjallableikju frá Ópal Sjávarfangi. Fyrirtækið hefur innkallað vörurnar af markaði vegna listeríu (Listeria monocytogenes) sem greinst hefur í þeim, í samráði við Matvælastofnun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnuninni sem ítrekar fyrri viðvörun um allan graflax frá Ópal Sjávarfangi með síðasta notkunardegi í janúar, febrúar og mars. Matvælastofnun stöðvaði dreifingu til bráðabirgða á umræddum vörum og graflaxi frá Ópal 5. febrúar s.l. á meðan á rannsókn stendur. Dreifing og markaðssetning verður ekki heimil fyrr en stofnunin hefur fengið staðfest að listería greinist ekki í framleiðsluferlinu. Innköllunin á við eftirfarandi framleiðslulotur: • Vöruheiti: Ópal birkireyktur laxabiti og laxaflöt, Ópal reyktar laxasneiðar (100 gr og 300 gr), Ópal reyktur laxaafskurður, 400 gr. Ópal reykt fjallableikja í sneiðum, 100 gr og fjallableikja í bitum • Framleiðandi: Ópal Sjávarfang ehf., Grandatröð 4, 220 Hafnarfjörður • Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar í janúar og febrúar • Lotunúmer: Reyktur lax 01.30.03 og fjallableikja 03.10.03 • Strikamerki: Sjá einnig mynd að neðan. 23 273 21 00000 V, 23 273 22 00000 V, 5 69423010104, 5 694230 101177, 569423010133, 5 694230 101368, 23 273 66 00000 V • Framleiðsluland: Ísland • Dreifing: Verslanir 10-11, verslanir Hagkaupa, verslanir Nettó, verslanir Kjörbúðarinnar, verslanir Krambúðarinnar, Melabúðin og verslanir Iceland Matvælastofnun bendir neytendum sem hafa keypt vöruna að neyta hennar ekki og hafa samband við fyrirtækið um endurgreiðslu í síma 517 66 30 eða á netfanginu opal@opal.is. Listeria monocytogenes getur orsakað sjúkdóm bæði hjá mönnum og dýrum og kallast þessi sjúkdómur listeriosis. Einkenni sjúkdómsins eru mild flensueinkenni, vöðvaverkir, hiti og stundum ógleði og niðurgangur. Alvarlegri einkenni eru heilahimnubólga í ungbörnum, blóðeitrun og getur sjúkdómurinn einnig valdið fósturláti. Í einstaka tilfellum getur bakterían valdið dauða, þá er yfirleitt um að ræða einstaklinga sem eru með skert ónæmiskerfi.Í flestum heilbrigðum einstaklingum veldur neysla á listeríumenguðum matvælum ekki sjúkdómi. Áhættuhópar eru barnshafandi konur, ófædd og nýfædd börn og einstaklingar með skert ónæmiskerfi. Hópsýkingar af völdum listeríu eru mjög sjaldgæfar, oftast er um að ræða einstaklingssýkingar.
Innköllun Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira