Þöggun á þöggun ofan Bolli Héðinsson skrifar 13. febrúar 2019 07:00 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SVS) telja sig hafa komist í feitt með frásögnum af 30 ára gömlum blaðagreinum eftir mig þó að um leið lýsi það mikilli málefnafátækt að gera mér upp skoðanir sem ég hvorki hef nú né hef nokkurn tíma haft. Sjálfsagt er tilgangurinn að þagga niður gagnrýni mína um að þjóðin fái ekki þann arð af sjávarútvegsauðlindinni sem henni ber. Þekktar aðferðir útgerðanna til að þagga niður í fólki eru að segja því upp skiprúmi eða hringja í vinnuveitendur „óþægilegra“ einstaklinga og krefjast brottrekstrar þeirra. Meira að segja „læk“ á sjónarmið andstæð útgerðinni á Facebook geta sett störf manna í hættu.Sérkennilegar textaskýringar Nú fara aðferðir þeirra í nýjar hæðir þegar leitað er í gömlum blöðum. Ég er SFS þakklátur fyrir að að rifja upp þessar gömlu blaðagreinar og get ég verið ánægður með framsýni mína og skoðanir sem þar birtast. Grein mín í Sjómannablaðinu Víkingi fjallaði um að eftir að kvótakerfinu var komið á þá dugði það eitt og sér ekki til að fækka skipum þannig að greinin yrði arðbær. Enn voru of mörg skip á höttunum eftir of fáum fiskum svo fleira þurfi að koma til. Sú lagfæring kerfisins átti sér stað stuttu síðar. Ef einhverjir vilja kynna sér greinina þá er hana að finna hér: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=313629&pageId=4882494&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Hins vegar grein í Ægi þar sem ég bendi á að með öllu sé ótækt að Hafrannsóknastofnun sé gerð að blóraböggli rangra stjórnvaldsákvarðana. Stjórnvaldsákvarðanir um hámarksafla verði að vera í höndum kjörinna ráðamanna sem þurfi að standa skil gjörða sinna frammi fyrir kjósendum og að sjálfsögðu eigi þeir að styðjast við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar: https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=290017&pageId=4247565&lang=is&q=Bolli%20Héðinsson Svo að næst þegar á að reyna að koma höggi á mig þá detta mér í hug útvarpserindi mín „um daginn og veginn“ frá áttunda áratugnum, þar er af nógu að taka. Eins gott að SFS eru öflug samtök með nægan pening til að grufla í segulbandasafninu.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun