Brúum bilið Björg Valgeirsdóttir skrifar 13. febrúar 2019 14:39 Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku drengurinn minn er búinn að ná eftirlitslausa aldrinum, heilum 9 mánuðum! Núna getur hann verið einn heima á meðan við foreldrarnir erum í vinnunni. Húrra fyrir honum! Eða hvað? Núna þegar við foreldrar hans höfum ráðstafað orlofsréttindum, til skertra tekna úr fæðingarorlofssjóði í jafn langan tíma og hann hefur lifað, erum við bæði á vinnumarkaði, en enga daggæslu að fá. Drengurinn minn er fæddur 30. apríl 2018 og svörin sem við höfum fengið frá Reykjavíkurborg eru þau að aðeins börn fædd í janúar og febrúar sama ár fái pláss á leikskóla í haust. Okkur hefur verið ráðlagt að sækja um á einkareknum leikskólum og hjá dagforeldrum. Við framangreint eru nokkrar athugasemdir gerðar: 1) Við erum búin að sækja um hjá öllum einkareknu leikskólunum í borginni, með og án ungbarnadeilda, og þar er hann á biðlista. Öllum stjórnendum þar ber saman um að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust. 2) Við erum búin að sækja um hjá öllum þeim dagforeldrum í borginni sem okkur hefur tekist að fá meðmæli um og eða getum hugsað okkur að láta hann dvelja hjá í 8 klukkustundir á dag. Alls staðar er hann á biðlista og allir hafa svarað okkur þannig að hann komist ekki að fyrr en í fyrsta lagi í haust nema eitthvað óvænt komi upp á. 3) Við erum NÚNA byrjuð að vinna. Svör um komandi haust gera því ekkert fyrir okkur Í DAG. Hið sama gildir um fyrirheit til fjarlægrar framtíðar. 4) Takk mamma, þú ert best. Takk skilningsríku vinnuveitendur mínir, fyrir að láta mig vita að það verði fundið út úr því hvað við gerum dagana sem mamma getur ekki passað, það veitir mér hugarró. 5) Það er ekkert sanngjarnt við það að mamma sé bundin heima yfir mínu ungviði, á vinnutíma, velflesta virka daga. Eldri kona sem hefur skilað sinni pligt til samfélagsins á að fá að njóta þess að vera ekki í vinnu. Það er heldur ekki sanngjarnt að við foreldrar hans séum sakbitin yfir því alla virka daga að mamma sé orðin þreytt eða hún sé of bundin heima á okkar vinnutíma, þó við vitum hve mikið hún dýrkar barnið. 6) Við borgum okkar skatta og gjöld eins og allir aðrir löghlýðnir borgarar. 7) Við fáum engin gagnleg svör frá Reykjavík, sem ekkert hefur gert til að bæta stöðuna undanfarin kjörtímabil. Staðan hefur raunar versnað umtalsvert eins og málin horfa við okkur, sem vorum einnig með aprílbarn fyrir tæpum 5 árum, þá komið í daggæslu á sama árstíma. 8) Ríkið kemur ekki til móts við okkur með frekari greiðslum úr fæðingarorlofssjóði vegna stöðunnar. 9) Reykjavík lofar engu fyrir barnið mitt fyrr en það verður 18 mánaða hið minnsta. Hvað eigum við að gera á meðan? Það eru 9 mánuðir sem við þurfum að brúa hér. 10) Ef fer sem horfir kemst hann raunar ekki á leikskóla fyrr en hann verður 28 mánaða, haustið 2020, rétt eins og systir hans haustið 2015. 11) Ég sé ekki eftir örðu af fjármunum sem ég ýmist hef horft á eftir vegna tekjuskerðingar í fæðingarorlofum, hef greitt eða mun greiða fyrir elskulegu börnin mín sem ég unni svo heitt. Hins vegar spyr ég mig hvort það sé sanngjarnt, ef fer sem horfir, að við foreldrar Fróða greiðum í 10 mánuði lengur, mun hærri gjöld vegna daggæslu hjá dagforeldri, en barn sem fæddist í febrúar 2018 og kemst að í leikskóla í haust. Í því felst mismunun. Á hverju ári verður veturinn að vori og það er jafnvíst að þessi umræða foreldra ungra barna án dagvistunar verður hávær á sama tíma. Þeir sem taka þátt í henni eru foreldrar sem horfa fram á vandann eða eru í vanda og þeir sem ættu að grípa hana á lofti spá þá aðeins fyrir um framtíðina. Umræðan fellur því jafnóðum eins og lauf að hausti, án þess að nokkuð breytist, enda er þessi þrýstihópur síbreytilegur. Þeir sem ættu þá að ráðast í lausnir virðast hins vegar njóta þess hve þögnin er þeim ljúf. Alveg fram á næsta vor. Að endingu bið ég um áheyrn og spyr hvað sé til ráða. Hvað megi gera NÚNA til að bregðast við úrræðaleysi fyrir börn á aldrinum 9-18 mánaða í Reykjavíkurborg sem eru NÚNA ekki með daggæslu en foreldra sem eru eða vilja geta verið á vinnumarkaði?#brúumbilið
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar