Staðráðin að nýta eigin reynslu til að berjast gegn ofbeldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2019 14:25 Þingmenn Miðflokksins létu Lilju ekki vita að þeir hygðust snúa aftur á þing á dögunum. Vísir/Vilhelm Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan. Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Fjöldi fólks kom saman í Hörpu í dag í tilefni Milljarður rís. Viðburðurinn var sérstaklega veglegur í ár til að fagna 30 ára afmæli landsnefndar UN Women á Íslandi. Konur, menn og börn komu saman í Silfurbergi í Hörpu í dag í þeim tilgangi að dansa og taka þannig afstöðu gegn kynbundnu ofbeldi. Sem fyrr var það DJ Margeir sem lék fyrir dansi og naut hann liðsinnis fjölda tónlistarmanna, m.a. Helgu Möller og Jóhanns Helgasonar, Daníels Ágústs og Högna, Auðar, Amabadama, Cell 7, Svölu Björgvins og GDRN. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði samkomuna og fagnaði samtakamættinum á Milljarði rís. „Ég er staðráðin í að nýta þá reynslu sem ég varð fyrir til að berjast gegn ofbeldi,“ sagði Lilja að því er fram kemur í tilkynningu frá UN Women. Vísar Lilja þar til orða sem látin voru falla um hana í Klausturupptökunum svo nefndu. Vakti athygli á dögunum þegar Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson sneru aftur á Alþingi að Lilja gekk tvívegis að Gunnari Braga í þingsal og sagði honum vel valin orð. Sagðist Gunnar Bragi eftir á að hyggja það hafa verið vanhugsað að láta Lilju ekki vita af endurkomu þeirra eftir sjálfskipað launalaust leyfi. Að sögn Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdarstýru landsnefndar UN Women á Íslandi, var viðburðurinn í Hörpu magnaður. „Samtakamátturinn var allsráðandi og fólk dansaði af krafti gegn kynbundnu ofbeldi. Stemningin á Milljarði rís er einfaldlega ólýsanleg. Það er einhver orka sem losnar úr læðingi sem er ólýsanleg.“ Þetta er í sjöunda sinn sem viðburðurinn er haldinn á Íslandi og sameinaðist fólk í dansi víðar en í Reykjavík. Dansað var á Neskaupstað, Seyðisfirði, Húsavík, Selfossi, Sauðárkróki, Grundarfirði, Hólmavík, Höfn í Hornafirði og í Hofi á Akureyri. Þá var viðburðurinn haldinn víða um heim undir slagorðinu One Billion Rising, en nafnið vísar til þess að 1 af hverjum 3 konum í heiminum hefur verið beitt kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, eða um einn milljarður kvenna um heim allan.
Jafnréttismál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48 Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Lilja sagði við Gunnar að hún væri ekki sátt við framkomu hans Segist ekki hafa vitað af endurkomu Miðflokksmanna á þing fyrr en við upphaf þingfundar. 24. janúar 2019 14:48
Ætlar ekki að láta Gunnar Braga og Bergþór trufla sig við sín störf Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að sér hafi brugðið við að sjá þá Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, aftur í þingi í gær er þeir sneru til baka eftir Klaustursmálið svokallaða. 25. janúar 2019 15:30