Bankastjóri Arion segir stjórnvöld fara offari í álögum á bankana Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 19:15 Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson. Íslenskir bankar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira
Stjórnvöld stýra fólki í átt að viðskiptum hjá erlendum bönkum og lífeyrissjóðum með of miklum álögum á íslensku bankana að mati bankastjóra Arion banka. Verið sé að skoða hvort hækka eigi vexti á fyrirtæki vegna aukinna opinberra gjalda. Bankastjórinn fékk ekki kaupauka fyrir árið 2018 þar sem hagnaður bankans dróst saman um tæpan helming. Arion banki kynnti uppgjör sitt fyrir 4. ársfjórðung 2018 í höfuðstöðvum sínum í dag. En fram hefur komið að alls dróst hagnaður bankans og arðsemi saman um tæpan helming milli áranna 2017 og 2018. Ástæður þess má rekja til óhagstæðra aðstæðna að sögn Höskuldar H. Ólafssonar bankastjóra. „Við erum þarna með fjárhagsliði, skuldabréfamarkað og stöður gagnvart einstökum fyrirtækjum til dæmis í fluggeiranum. Það reyndist okkur mjög þungt á síðasta ári og eru svona megináhrifin,“ segir Höskuldur. Fram hefur komið að Arion banki tapaði miklum fjármunum á gjaldþroti Primera Air á síðasta ári. Höskuldur segir að fjárfesting bankans í United Silicon og Stakkbergi séu ekki stórir áhrifaþættir í uppgjöri ársins 2018. „Gengi þeirra fyrirtækja hefur ekki mikil áhrif á uppgjörið á síðasta ári en hafði áhrif á fyrri tímabilum,“ segir hann. Mánaðalaun Höskuldar eru 6,2 milljónir en hann fékk engar kaupaukagreiðslur í ár vegna þess hve hagnaðurinn dróst saman. „Þegar hagnaðurinn er langt undir væntingum þá er ekki greitt neitt sérstaklega fyrir árangur það árið. Til dæmis í mínu tilfelli þá verða engar kaupaukagreiðslur til mín frá síðasta ári,“ segir Höskuldur. Þörf á vaxtahækkunHöskuldur segir þörf á að hækka vexti og verið sé að skoða að hækka vexti á fyrirtæki. „Ástæðan er sú vextirnir hafa verið að lækka mikið. Síðan er það hráefnið sem bankinn notar þ.e. tilkostnaður hans við að ná í fjármagn sem hefur aukist. Það þarf þá að endurspeglast í þeim kjörum sem við bjóðum útávið. Að sama skapi hafa skattaálögur og aðrar álögur og kvaðir á bankanna af hálfu hins opinbera verið að aukast. Þessu þurfa bankarnir að mæta með því að hagræða í kostnaði og síðan að velta hluta af þessu út á viðskiptavininn,“ segir Höskuldur.Bankaskatturinn hærri en veiðigjöldinHöskuldur gagnrýnir harðlega bankaskattinn sem sé afar íþyngjandi bæði fyrir bankanna og viðskiptavini. „Bankaskatturinn er lagður á innstæður viðskiptavini og aðra fjármögnun bankanna. Bankinn þarf þannig að greiða um 370 krónur af hverri 100.000 króna innstæðu. Alls greiða íslensku bankarnir á þrettándu milljarða króna í þennan skatt sem er að ég held meira en hin umtöluðu veiðigjöld. Þetta er í raun bara skattur á innstæður og skattur á fjármögnun bankanna sem er ósanngjarnt. Það eru til einhverjar sambærilegar álögur í þremur til fjórum öðrum Evrópuríkjum en þær eru tíu sinnum lægri. Þarna finnst okkur vera farið offari því þetta lendir bara á neytendum,“ segir Höskuldur. [ Hann segir að með miklum álögum séu stjórnvöld að stýra hegðun neytenda í aðrar áttir. „Stjórnvöld eru að stýra viðskiptavinum annars vegar til erlendra banka eða í áttina að lífeyrissjóðum sem er algjörlega óskiljanlegt,“ segir Höskuldur H. Ólafsson.
Íslenskir bankar Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir Enn skelfur jörð við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Sjá meira