Niðurgreiðslur til almenningssamgangna auknar með samþættingu Heimir Már Pétursson skrifar 14. febrúar 2019 20:30 Niðurgreiðsla ríkisins á almenningssamgöngum mun aukast með samþættingu þeirra á næstu árum í viðleitni til að auka þær og draga úr loftmengun. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp skiptistöðvar víðs vegar um landið. Samgönguráðherra kynnti grunn að heildarstefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur í dag sem finna má á samráðsgáttinni. Starfshópur leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild. Boðið verði upp á eitt leiðakerfi fyrir allt landið til að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um landið.„Þannig að þú getir á einum stað getir keypt þér miða hvort sem þú ert að fara í flug eða í strætó til að komast á milli staða innan Íslands. Eða jafnvel ferjur,” segir Sigurður Ingi. Töluverður fjöldi fólks ferðast með almenningsfarartækjum ýmiss konar í dag en áætlanir þeirra eru ekki endilega samstilltar. Þegar hafi verið ákveðið að auka niðurgreiðslur í flugi og þær verði auknar á öðrum sviðum einnig. Til að byggja upp samþætt kerfi þyrfti að byggja upp skiptistöðvar á helstu stöðum og öðrum minni innan tiltekinna landsvæða, jafnvel í samstarfi við einkaaðila. „Þannig að þar eru bæði sóknarfæri fyrir landshlutasamtökin eða aðra þá sem hugsanlega myndu reka þetta kerfi. Til að takast á við að byggja upp og það verða meiri fjármunir í þessu en við höfum séð á undanförnum árum. Borgarlínan, rímar hún vel við þessa hugmyndafræði? Hún rímar algerlega við þessa hugmyndafræði,” segir samgönguráðherra. Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Niðurgreiðsla ríkisins á almenningssamgöngum mun aukast með samþættingu þeirra á næstu árum í viðleitni til að auka þær og draga úr loftmengun. Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp skiptistöðvar víðs vegar um landið. Samgönguráðherra kynnti grunn að heildarstefnu stjórnvalda um almenningssamgöngur í dag sem finna má á samráðsgáttinni. Starfshópur leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild. Boðið verði upp á eitt leiðakerfi fyrir allt landið til að auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um landið.„Þannig að þú getir á einum stað getir keypt þér miða hvort sem þú ert að fara í flug eða í strætó til að komast á milli staða innan Íslands. Eða jafnvel ferjur,” segir Sigurður Ingi. Töluverður fjöldi fólks ferðast með almenningsfarartækjum ýmiss konar í dag en áætlanir þeirra eru ekki endilega samstilltar. Þegar hafi verið ákveðið að auka niðurgreiðslur í flugi og þær verði auknar á öðrum sviðum einnig. Til að byggja upp samþætt kerfi þyrfti að byggja upp skiptistöðvar á helstu stöðum og öðrum minni innan tiltekinna landsvæða, jafnvel í samstarfi við einkaaðila. „Þannig að þar eru bæði sóknarfæri fyrir landshlutasamtökin eða aðra þá sem hugsanlega myndu reka þetta kerfi. Til að takast á við að byggja upp og það verða meiri fjármunir í þessu en við höfum séð á undanförnum árum. Borgarlínan, rímar hún vel við þessa hugmyndafræði? Hún rímar algerlega við þessa hugmyndafræði,” segir samgönguráðherra.
Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira