Abdul-Jabbar er vissulega einn af þeim sem kemur til greina en hann er sexfaldur NBA-meistari með tveimur félögum, var sex sinnum kosinn besti leikmaður deildarinnar og er stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA með 38387 stig.
Upp á síðkastið hefur umræðan að mestu snúist um þá LeBron James og Michael Jordan en einhverjir hafa líka blandað Kobe Bryant inn í málið. Það heyrist minna af rökum fyrir Kareem Abdul-Jabbar, Wilt Chamberlain eða Bill Ruseell.
Kareem is tired of the GOAT debate and compared it to a "nasty STD"...
https://t.co/M0c3K4YnBGpic.twitter.com/JEea7VNqDR
— Yahoo Sports (@YahooSports) February 15, 2019
Kareem Abdul-Jabbar er orðinn mjög þreyttur á þessu og vill að menn hætti að velta því fyrir sér hver sér sá besti í sögunni.
„Þessi umræða er eins og slæmur kynsjúkdómur,“ skrifaði Abdul-Jabbar í grein í Newsweek og bætir við: „Það er eins og spyrja: Hversu stórt er hornið á einhyrningi? Því er ómögulegt að svara,“ skrifaði Abdul-Jabbar.
Kareem Abdul-Jabbar er samt mjög ánægður með LeBron James sem honum finnst vera frábær fyrirmynd ekki síst hversu mikið hann hefur lagt á sig að halda sér á toppnum í sextán ár.
„LeBron James er stærri en GOAT (Greatest of all time) umræðan. Hann er hetja á okkar tímum,“ skrifaði Kareem Abdul-Jabbar og er fyrirsögnin á grein hans í Newsweek. Það má lesa hana alla hér.
NEW COVER STORY -> Kareem Abdul-Jabbar (@kaj33) says LeBron James (@KingJames) is bigger than the GOAT debate, he's a hero for our time https://t.co/wB2a1GvWstpic.twitter.com/KmkXo1YVXe
— Newsweek (@Newsweek) February 14, 2019