Sumum stuðningsmönnum Stjörnunnar og ÍR var ansi heitt í hamsi á meðan að leik liðanna í undanúrslitum Geysisbikarsins í körfubolta stóð í gærkvöldi en slagsmál brutust út á milli stuðningsmannasveitanna.
Þegar að rétt rúm mínúta var búin af leiknum fór einn stuðningsmaður Stjörnunnar yfir til stuðningsmanna ÍR og kýldi einn Breiðhyltinginn kaldan.
Öryggisvörður var fljótur að bregðast við og sneri ofbeldismanninn niður og gátu menn þá haldið áfram að styðja sín lið á hefðbundinn hátt.
Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tjáði Vísi í morgun að reiknað væri með að sá sem lét hnefana tala fengi ekki inngöngu í Laugardalshöll á morgun þegar að Stjarnan mætir Njarðvík í úrslitaleiknum.
Myndband af högginu má sjá á vef RÚV.
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



„Spiluðum mjög vel í dag“
Enski boltinn



Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt
Körfubolti


„Við þurfum annan titil“
Enski boltinn


Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus
Fótbolti