Körfubolti

Upp­selt á körfuboltalandsleikinn á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson spila fyrir framan fulla Laugardalshöll annað kvöld.
Elvar Már Friðriksson og Sigtryggur Arnar Björnsson spila fyrir framan fulla Laugardalshöll annað kvöld. FIBA Basketball

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar mikilvægan leik í Laugardalshöllinni annað kvöld og það er ljóst að strákarnir fá góðan stuðning.

Ísland mætir Tyrklandi klukkan 19.30 á morgun í lokaleik sínum í undankeppni Eurobasket 2025.

KKÍ tilkynnti á miðlum sínum að það sé orðið uppselt á leikinn. Það voru bara þrjú hundruð miðar eftir í vikunni en þeir fóru fljótt.

Íslensku strákarnir geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri en fyrri leiknum lauk með eins stigs sigri Tyrkjanna.

Íslenska liðið gæti einnig farið á EM vinni Ítalir Ungverja á sama tíma en íslensku strákarnir ætla ekki að treysta á það heldur klára þetta sjálfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×