Leikur Íslands og Tyrklands í undankeppni Eurobasket í kvöld er einn mikilvægasti leikur landsliðsins síðustu árin. Sigur tryggir Íslandi sæti á lokakeppni Eurobasket en Ísland gæti þó einnig komist í lokakeppnina tapi liðið gegn Tyrkjum en þarf þá að treysta á sigur Ítala gegn Ungverjum.
Ísland tapaði fyrir Ungverjum á fimmtudaginn og í þeim leik meiddist Jón Axel Guðmundsson og verður hann ekki í leikmannahópi Íslands í leiknum annað kvöld.
Í hans stað kemur Kári Jónsson leikmaður Vals inn í leikmannahópinn.
Leikmannahópur Íslands:
Bjarki Guðmann Jónsson - Stjarnan
Elvar Már Friðriksson - Maroussi
Haukur Helgi Pálsson - Álftanes
Hilmar Smári Henningsson - Stjarnan
Kári Jónsson - Valur
Kristinn Pálsson - Valur
Martin Hermansson - Alba Berlín
Orri Gunnarsson - Stjarnan
Sigtryggur Arnar Björnsson - Tindastóll
Styrmir Snær Þrastarson - Belfius Mons
Tryggvi Snær Hlinason - Bilbao Basket
Ægir Þór Steinarsson - Stjarnan
Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.