Allar íslensku skíðakonurnar sem kepptu í svigi kvenna á HM í alpagreinum í dag bættu sig í seinni ferðinni í aðalkeppninni.
Freydís Halla Einarsdóttir vann sig upp í 35. sæti úr því fertugasta, en hún byrjaði mótið 57. í rásröðnni. María Finnbogadóttir var rétt á eftir Freydísi Höllu í 38. sæti.
Andrea Björk Birkisdóttir varð í 39. sæti eftir að hafa verið í 48. sæti eftir fyrri ferðina.
Hin bandaríska Mikaela Shiffrin vann keppnina. Anna Swenn Larsson varð önnur og Petra Vlhova þriðja.
Bæting hjá öllum íslensku keppendunum
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið





Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA
Enski boltinn

Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli
Íslenski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn

„Sorgardagur fyrir Manchester City“
Enski boltinn

