Leituðu í Rangá að manni sem var saknað eftir þorrablót Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2019 10:45 Bátar voru settir á flot til að leita í Rangá en maðurinn skilaði sér kaldur og hrakinn heim um klukkustund eftir að útkallið barst. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum. Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Björgunarsveitarmenn af mest öllu Suðurlandi voru boðaðir út til leitar vegna manns sem var saknað eftir þorrablót á Hellu. Afar slæmt veður var á svæðinu, skafrenningur og kuldi, og var óttast um afdrif mannsins. Var þar á meðal óttast að hann hefði mögulega fallið í Ytri-Rangá sem rennur með fram bænum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir tugi björgunarsveitarmanna hafa verið boðað út í Árnessýslu og af mest öllu Suðurlandi. Voru bátar settir á flot til að leita í ánni þegar mest var. Útkallið barst rétt fyrir klukkan fjögur í nótt en til allrar hamingju skilaði maðurinn sér heim rétt fyrir klukkan fimm í nótt en var þá afar kaldur og hrakinn. Þorrablótið fór fram í íþróttahúsinu á Hellu.Loftmynd af Hellu.LoftmyndirRétt fyrir miðnætti barst útkall vegna vélarvana báts sem var fastur í innsiglingunni á Rifi en skipstjórinn náði að losa bátinn áður en hjálp barst. Um miðnætti lýsti Vegagerðin yfir óvissustigi á Hellisheiði og Þrengslum. Voru björgunarsveitarmenn boðaðir út til að manna lokunarpósta á heiðinni og til að aðstoða fólk sem sat fast í bílum á Hellisheiðinni. Ferja þurfti fólkið af heiðinni og bílarnir skildir eftir en björgunarsveitarmenn þurftu að færa þá af veginum svo snjómoksturstæki gætu mokað veginn. Stóðu björgunarsveitarmennirnir við lokanir á Hellisheiði til klukkan níu í morgun. Nóttin endaði svo á útkalli björgunarsveitarmanna á Austurlandi vegna fólks sem sat fast í bíl í Vatnsskarði við Borgarfjörð eystra í frekar vondu veðri. Fóru björgunarsveitarmenn á vettvang og björguðu fólkinu úr þessum aðstæðum.
Björgunarsveitir Rangárþing ytra Þorrablót Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira