Óttast að fólk verði rukkað út og suður með veggjöldum Andri Eysteinsson skrifar 17. febrúar 2019 12:04 Guðmundur Andri og Birgir voru gestir á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm „Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Ég óttast svolítið að þetta verði ógagnsætt, fólk verði rukkað hérna út og suður milli sveitarfélaga, sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar um áform ríkisstjórnarinnar um veggjöld. Guðmundur Andri var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi ásamt Birgi Ármannssyni þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Andri sagði hægt að veita fjármununum sem fást frá veggjöldum í ótal brýn verkefni um land allt, æskilegast fyndist honum þó að þau veggjöld sem hann myndi borga væru nýtt á svæðinu í kringum hann.Þeir borga sem nota á ekki við í uppbyggingu innviða Setningin „Þeir borga sem nota“ hefur verið mikið í umræðunni um veggjöldin, Guðmundur segir að sú stefna eigi ekki við í innviðum samfélagsins. „Þessi hugsun, þeir borga sem nota, mér finnst hún ekki eiga við þegar kemur að uppbyggingu innviða. Þetta getur átt við þegar um er að ræða óþarfa, munað eða lúxus en ekki við svona uppbyggingu,“ sagði Guðmundur Andri. Birgir Ármannsson var að vissu leyti sammála Guðmundi Andra. „Mér finnst æskilegast að gjaldtaka í vegakerfinu sé miðuð við tilteknar ákveðnar framkvæmdir, “ sagði Birgir og tók undir með flokksfélaga sínum Óla Birni Kárasyni sem var gestur Sprengisands í síðustu viku og sagði að ef veggjöld væru lögð á, hljóti það að þýða að önnur gjöld,sem leggjast á bifreiðareigendur, verði endurskoðuð.Ferðamenn viðbótargreiðendur í kerfinu Þáttur ferðamanna kom einnig upp í viðræðum þingmannanna, Guðmundur Andri spurði Birgi og Kristján þáttastjórnanda um aðkomu túrista. „Er ekki eitthvað sem er aldrei talað en hugsað, túristinn, hann borgar þetta?“ spurði Guðmundur Andri. Það er partur af þessu, það liggur fyrir að umferð túrista hefur aukist gríðarlega. Þeir eru auðvitað viðbótagreiðendur inn í svona system,“ sagði Birgir. Hlusta má á umræður þingmannanna í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Vegtollar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira