Vonar að fiskeldisfrumvörp fæðist fyrir febrúarlok Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 18:45 Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för. Um er að ræða tvennfrumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans. „Það hefur verið stefnt að því í nokkra mánuði að þessi frumvörp kæmu fram í febrúar,“ segir Kristján Þór. Þau líti því vonandi ljós á næstu tveimur vikum. Kristján lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi í fyrravor, sem atvinnuveganefnd náði ekki að afgreiða. Hann telur núverandi lagaramma greinarinnar henta illa þeirri starfsemi sem er í fiskeldi í dag. Því sé mikilvægt að tryggja greininni nýja, skýra umgjörð.Skiptar skoðanir eru um hvað teljist eðlileg gjaldheimta á fiskeldisfyrirtæki.FRÉTTABLAÐIÐ/ARONFram kom í vikunni að norska fyrirtækið Salmar hafi eignast meirihluta í Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, og hyggist eignast fyrirtækið að fullu innan tíðar. Salmar er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eftir methagnað í fyrra hyggjast eigendur fyrirtækisins greiða sér 35 milljarða íslenskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að gjaldtaka ríkisins á fiskeldisfyrirtæki muni nema einum milljarði króna árið 2023. Það þykir fiskeldisfyrirtækjum íþyngjandi, ekki síst í ljósi þess að þau eru flest enn í vaxtarfasa, meðan aðrir telja þau of lág. Fyrirtæki sem greiði tugmilljarða í arð geti staðið undir hærri greiðslum. Kristján Þór segir að eðli máls samkvæmt séu skiptar skoðanir um hvað teljist eðlileg gjaldheimta. Hann vilji í því sambandi benda á það að hann hafi lagt inn í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um gjaldtöku í fiskeldi, sem geri ráð fyrir að hún verði sett á. „Í rauninni má segja að frumvarp, sem ég get vonandi lagt fram í febrúar, endurspegli afstöðu mína í þessum efnum.“ Aðspurður um hvort norskt eignarhald á stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins muni lita frumvarpsdrögin segir Kristján það vera hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram reglur og marka fyrirtækjum umgjörð til að starfa eftir. Það ráðist svo af markaðaðstæðum hverju sinni og áhuga manna hvar þeir fjárfesta, hvort sem það er í fiskeldi eða á öðrum sviðum. „Þannig byggir atvinnulífið upp sína starfsemi, á grunni þeirra reglna sem stjórnmálamenn setja með lögum frá Alþingi,“ segir sjávarútvegsráðherra. Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra vonast til að geta lagt fram lagafrumvörp um fiskeldi innan tveggja vikna. Skiptar skoðanir eru um gjaldtöku á greinina, ekki síst í ljósi erlends eignarhalds, en ráðherra leggur áherslu á að fiskeldisfyrirtækjunum verði mörkuð skýr umgjörð og að markaðsaðstæður ráði för. Um er að ræða tvennfrumvarpsdrög sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segist vona að hægt verði að leggja fram á Alþingi fyrir febrúarlok, eins og þingmenn á borð við Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur varaformann atvinnuveganefndar Alþingis hafa kallað eftir. Fjölmargar umsagnir hafi borist um frumvarpsdrögin og því hafi verið í mörg horn að líta að sögn ráðherrans. „Það hefur verið stefnt að því í nokkra mánuði að þessi frumvörp kæmu fram í febrúar,“ segir Kristján Þór. Þau líti því vonandi ljós á næstu tveimur vikum. Kristján lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi í fyrravor, sem atvinnuveganefnd náði ekki að afgreiða. Hann telur núverandi lagaramma greinarinnar henta illa þeirri starfsemi sem er í fiskeldi í dag. Því sé mikilvægt að tryggja greininni nýja, skýra umgjörð.Skiptar skoðanir eru um hvað teljist eðlileg gjaldheimta á fiskeldisfyrirtæki.FRÉTTABLAÐIÐ/ARONFram kom í vikunni að norska fyrirtækið Salmar hafi eignast meirihluta í Arnarlaxi, stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, og hyggist eignast fyrirtækið að fullu innan tíðar. Salmar er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki Noregs og eftir methagnað í fyrra hyggjast eigendur fyrirtækisins greiða sér 35 milljarða íslenskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Í frumvarpsdrögunum er gert ráð fyrir að gjaldtaka ríkisins á fiskeldisfyrirtæki muni nema einum milljarði króna árið 2023. Það þykir fiskeldisfyrirtækjum íþyngjandi, ekki síst í ljósi þess að þau eru flest enn í vaxtarfasa, meðan aðrir telja þau of lág. Fyrirtæki sem greiði tugmilljarða í arð geti staðið undir hærri greiðslum. Kristján Þór segir að eðli máls samkvæmt séu skiptar skoðanir um hvað teljist eðlileg gjaldheimta. Hann vilji í því sambandi benda á það að hann hafi lagt inn í Samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um gjaldtöku í fiskeldi, sem geri ráð fyrir að hún verði sett á. „Í rauninni má segja að frumvarp, sem ég get vonandi lagt fram í febrúar, endurspegli afstöðu mína í þessum efnum.“ Aðspurður um hvort norskt eignarhald á stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins muni lita frumvarpsdrögin segir Kristján það vera hlutverk stjórnmálamanna að leggja fram reglur og marka fyrirtækjum umgjörð til að starfa eftir. Það ráðist svo af markaðaðstæðum hverju sinni og áhuga manna hvar þeir fjárfesta, hvort sem það er í fiskeldi eða á öðrum sviðum. „Þannig byggir atvinnulífið upp sína starfsemi, á grunni þeirra reglna sem stjórnmálamenn setja með lögum frá Alþingi,“ segir sjávarútvegsráðherra.
Alþingi Fiskeldi Tengdar fréttir Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15 Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20 Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13 Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Sjá meira
Segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af fiskeldi verði einn milljarður króna árið 2023 samkvæmt frumvarpsdrögum sjávarútvegsráðherra. Hátt í tuttugu umsagnir eru um frumvarpið í Samráðsgátt stjórnvalda meðal annars frá Arnarlaxi sem gerir athugasemdir við gjaldið og segir það íþyngjandi og ótímabært. Varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir löngu tímabært að setja lög og reglur um fiskeldi hér á landi. 15. febrúar 2019 13:15
Salmar eykur hlut sinn í Arnarlaxi um 2,5 milljarða króna Norðmenn gera yfirtökutilboð í Arnarlax. Miklir fjármunir undir. 14. febrúar 2019 10:20
Segir stjórnvöld færa norskum auðjöfrum landsins gæði á silfurfati Jón Kaldal segir söluvöruna í milljarða viðskiptum aðgang að íslenskri náttúru. 14. febrúar 2019 12:13
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent