Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2019 17:07 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. Formaður VR gaf stjórnendum Kviku fjögurra daga frest til að draga hækkanir til baka ella myndi VR taka allt sitt fé, um 4,2 milljarða króna, úr eignastýringu bankans.VR birti opið bréf til stjórnenda Kviku banka á heimasíðu sinni í dag og sendi tilkynningu þess efnis til fjölmiðla. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir að á sama tíma hafi erindið borist á sitt borð. Því hafi hann svarað um leið. Ekkert svar hafi enn sem komið er borist frá Ragnari Þór. „Staðan er auðvitað bara sú að Samkeppniseftirlitið er ekki búið að heimila kaup okkar á Gamma,“ segir Ármann í samtali við Vísi. „Við eigum ekkert í Gamma.“Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelmÁrmann segir ekki hægt að gefa sér samþykki Samkeppniseftirlitsins þótt auðvitað vonist hann eftir því. Fleiri vikur eða mánuðir geti liðið áður en niðurstaða berist. „Á meðan kaupin hafa ekki gengið í gegn þá er okkur algjörlega óheimilt að reyna að hafa nokkurs konar áhrif á rekstur. Það væri brot á Samkeppnislögum og jafnvel hlutabréfalögum.“ Hann telur því erindi Ragnars á misskilningi byggt.Greint var frá kaupum Kviku á Gamma í nóvember. Kaupverðið nam 2,4 milljörðum króna en háð samþykki eftirlitsaðila. Hluthafar í Kviku hafa þegar samþykkt kaupin.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05 Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33 Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Kvika banki og hluthafar GAMMA Capital Management hafa undirritað samning um kaup og sölu á öllu hlutafé GAMMA. 19. nóvember 2018 10:05
Hóta því að taka 4,2 milljarða úr eignastýringu hjá Kviku Þetta kemur fram í opnu bréfi VR til stjórnenda Kviku banka. 18. febrúar 2019 15:33
Hagnaður GAMMA minnkaði um 93 prósent Hagnaður GAMMA Capital Management nam tæplega 30 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og dróst saman um 93 prósent frá sama tíma fyrir ári. 5. september 2018 06:00