Birting dóma þegar þolendur eru börn Salvör Nordal skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Félagsmál Salvör Nordal Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umboðsmaður barna hefur á síðustu árum ítrekað vakið máls á því hvernig birtingu dóma sem varða börn er háttað. Sérstaklega hefur verið bent á að dómar þar sem börn eru þolendur t.d. í kynferðisafbrotamálum gangi oft nærri friðhelgi barna og persónuvernd með nákvæmum atvikalýsingum, ítarlegum lýsingum á líðan barna eða að vitnað sé beint í viðkvæmar upplýsingar sem fram hafa komið í viðtölum sálfræðinga eða sérfræðinga Barnahúss við börn. Þrátt fyrir að nafnleyndar eigi að gæta hefur nafnhreinsun ekki alltaf verið sem skyldi og einnig vandkvæðum bundið að tryggja brotaþolum persónuvernd og friðhelgi einkalífs, þrátt fyrir nafnleynd, t.d. í málum sem tengjast fámennum sveitarfélögum. Þann 30. maí á síðasta ári héldu umboðsmaður barna og dómstólasýslan fund með fulltrúum réttarvörslukerfisins og helstu stofnunum og félagasamtökum sem gæta hagsmuna barna. Á fundinum var farið yfir reglur um birtingu dóma og framkvæmdina hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum en ljóst er að mun lengra er gengið hér á landi þegar dómar eru birtir en í nágrannalöndunum. Einnig voru rædd raunveruleg dæmi og upplýsingar úr dómum sem varða börn og greindi meðal annars ungur þolandi kynferðisafbrots frá reynslu sinni í þessum efnum. Ljóst er af þessum dæmum að birting nákvæmra atvikalýsinga í dómum geta valdið börnum miklum sársauka og endurteknum áföllum. Umræðunni á fundinum var ætlað að vera mikilvægt innlegg í þá vinnu sem dómstólasýslan hefur haft með höndum um að samræma reglur við birtingu dóma og gæta hagsmuna barna. Liður í þessari vinnu var að treysta lagagrunn slíkra reglna og kynnti dómsmálaráðherra í því skyni í haust frumvarp til laga um breytingu á lögum um dómstóla og lögum um meðferð sakamála (birting dóma og myndatökur í dómhúsum) sem meðal annars sneri að því að tryggja friðhelgi barna og persónuvernd við birtingu dóma. Nú hefur verið ákveðið að taka málið af málaskrá Alþingis í ár og mun því enn frekar dragast að mikilvæg vernd barna verði tryggð. Umrætt frumvarp varðaði fleiri þætti en vernd barna og vöktu þeir þættir talsverða umræðu sem umboðsmaður barna tekur ekki afstöðu til. Aftur á móti áréttar embættið mikilvægi þess að dómstólar breyti því verklagi sem hér hefur tíðkast um árabil og hefur valdið börnum miklum sársauka enda kveður Barnasáttmálinn á um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir, dómstólar, stjórnvöld og löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn. Embættið skorar því á dómsmálaráðherra að endurskoða umrædda ákvörðun og leggja fram frumvarp á Alþingi sem hefur þann megintilgang að tryggja hagsmuni barna og vernd þeirra gegn birtingu viðkvæmra og persónugreinanlegra upplýsinga úr dómsmálum.Höfundur er umboðsmaður barna
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun