Forstjóri Kviku segir engar heimildir fyrir því að rifta kaupum á Gamma Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2019 11:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku. Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, segir enga fyrirvara á kaupum bankans á Gamma aðra en samþykki Samkeppniseftirlitsins. Fáist samþykki frá eftirlitinu renna kaupin í gegn og engar riftunarheimildir að finna í kaupsamningnum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stéttarfélagsins VR, gerði kröfu um að Kvika myndi draga til baka ákvörðun Almenna leigufélagsins um að hækka verð á leigu. Þetta gerði Ragnar haldandi að Kvika ætti Gamma en hann hét því að taka allt fé stéttarfélagsins úr eignastýringu hjá bankanum, en upphæðin nemur 4,2 milljörðum króna. Ármann Þorvaldsson benti á í samtali við Vísi í gær að Kvika ætti ekki félagið. Kvika hefði gert kauptilboð í Gamma en einn af sjóðum sem er í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Samkeppniseftirlitið er með kaup Kviku á Gamma í skoðun og kaupin ganga ekki í gegn fyrr en grænt ljós fæst frá eftirlitinu. Eftir að hafa fengið að heyra það setti Ragnar fram nýja kröfu um að Kvika myndi rifta fyrirhuguðum kaupum á Gamma, ellegar myndi VR draga 4,2 milljarða úr eignastýringu bankans.Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.vísir/vilhelm„Það liggur alveg fyrir að kaupin ganga í gegn svo framarlega sem Samkeppniseftirlitið samþykkir kaupin,“ segir Ármann í samtali við Vísi og því alveg ljóst að ekki verður hætt við kaupin. Spurður hvort það yrði mikið högg fyrir rekstur Kviku að missa 4,2 milljarða VR úr eignastýringu segist Ármann ekki geta tjáð sig um einstaka viðskiptavini. „Eftir yfirtökuna á Gamma eru eignir í stýringu hjá okkur um 420 til 430 milljarðar og eignastýringin er eitt af fjórum tekjusviðum hjá okkur,“ segir Ármann. Því nemur hlutur VR í eignastýringu Kviku um einu prósenti. Spurður hvort hann muni funda með Ragnari segir hann það ekki á dagskránni. „En við erum alltaf tilbúin að hitta viðskiptavini okkar.“Uppfært klukkan 11:30: Í fyrri útgáfu fréttar kom fram að Kvika væri að kaupa Almenna leigufélagið. Það er ekki rétt. Kvika ætlar að kaupa Gamma, en einn af sjóðum sem eru í stýringu hjá Gamma á Almenna leigufélagið. Þetta hefur hér með verið leiðrétt.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42 Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Sjá meira
Ragnar Þór hvikar hvergi frá kröfum sínum Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að stjórn VR standi fast á sínu og hafi þegar gert ráðstafanir um það hvert fjármunir félagsins verða fluttir ef Kviku banki kemur ekki í veg fyrir leiguhækkanir Almenna leigufélagsins. 18. febrúar 2019 22:42
Telur erindi Ragnars Þórs og VR á misskilningi byggt Forstjóri Kviku minnir á að bankinn eigi enn sem komið er ekkert í Gamma. Fyrir vikið sé kröfu formanns VR að draga til baka hækkanir á leigu á húsnæði í eigu Almenna leigufélagsins, sjóðs í eigu Gamma, fljótsvarað. 18. febrúar 2019 17:07