Mislingar um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:29 Um var að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect umrædda daga. vÍSIR/VILHELM Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti. Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Mislingasmit kom upp um borð í flugvélum Icelandair og Air Iceland Connect þann 14. og 15. febrúar. Þetta staðfestir Áslaug Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við Vísi. RÚV greindi fyrst frá málinu í dag. Í frétt RÚV kemur fram að farþegum og áhöfn sem flugu með Icelandair frá London til Keflavíkur þann 14. febrúar síðastliðinn hafi verið send tilkynning frá sóttvarnarlækni um möguleika á mislingasmiti. Farþegum og áhöfn flugvélar Air Iceland Connect sem flaug frá Reykjavík til Egilsstaða daginn eftir, þann 15. febrúar, hafi verið send sambærileg tilkynning. Hefur RÚV eftir tilkynningu að um hafi verið að ræða flug FI455 með Icelandair og flug NY356 með Air Iceland Connect. Áslaug segir í samtali við Vísi að mislingasmit sé staðfest hjá einum farþega vélar Icelandair. Þá staðfestir hún einnig að mislingasmit hafi komið upp í vél Air Iceland Connect. Hún gat ekki veitt upplýsingar um það hvort um sömu manneskju væri að ræða. „Í raun og veru fylgjum við bara leiðbeiningum sóttvarnarlæknis ef svona kemur upp og höfum sent farþegum allar nauðsynlegar upplýsingar og leiðbeiningar í samráði við sóttvarnarlækni.“Fylgist vel með einkennum Mislingar eru sérstaklega hættulegir börnum, þunguðum konum og fólki með viðkvæmt ónæmiskerfi. Farþegum áðurnefndra leiða er ráðlagt að fylgjast vel með einkennum sjúkdómsins; sem sögð eru vera hár hiti, hóstaköst, nefrennsli, særindi í augum, viðkvæmni fyrir birtu og rauð útbrot sem geti varað í allt að viku.Á vef landæknis segir að einkenni mislinga geta verið lík ýmsum öðrum sjúkdómum og því sé rétt er að hafa samband við lækni til að fá staðfestingu á að um mislinga sé að ræða. Reglulega er tilkynnt um mislingasmit í flugvélum en tilkynning barst til að mynda um slíkt smit í flugvél Icelandair frá Keflavík til Toronto síðasta sumar. Þá kom einnig upp mislingatilvik í vélum WOW air frá London til Keflavíkur og Keflavíkur til Detroit um svipað leyti.
Fréttir af flugi Heilbrigðismál Icelandair Tengdar fréttir Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43 Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30 Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Mislingasmit í vélum Icelandair staðfest: Um 300 farþegar í hættu Þurfa að vera á varðbergi fram yfir 20. júní. 7. júní 2018 11:43
Mislingar sagðir í mikilli og hættulegri sókn Mislingatilfelli voru 30 prósent fleiri á síðasta ári en árið 2016. 1. desember 2018 09:30
Áhyggjuefni að mislingasmitum í flugvélum fari fjölgandi Segir óbólusetta skapa hættu. 24. júlí 2018 14:16