Ítreka að hækkun launa bankastjórans sé í samræmi við starfskjarastefnu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 11:50 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Fréttablaðið/Eyþór Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér. Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Bankaráð Landsbankans hefur svarað bréfi Bankasýslu ríkisins sem sent var bankanum í liðinni viku en þar var óskað eftir upplýsingum um sjónarmið ráðsins varðandi laun bankastjóra bankans. Í svari bankaráðsins er það sjónarmið ítrekað sem fram kom í síðustu viku eftir að greint var frá launhækkunum Lilju Bjarkar Einarsdóttur, bankastjóra, að ákvarðanir um launakjör hennar væru í samræmi við starfskjarastefnu bankans.Sjá einnig:Laun bankastjórans hækkað um 82 prósent Bankaráðið vísar í eigendastefnu ríkisins um fjármálafyrirtæki í svari sínu þar sem kveðið er á um eftirfarandi meginreglu: „Félagið skal setja sér starfskjarastefnu sem er samkeppnishæf, en hófleg og ekki leiðandi.“ Þá er á það bent að á árunum 2009 til 2017 hafi laun bankastjórans ekki verið samkeppnishæf að mati bankaráðsins en á þessum árum heyrðu kjör bankastjóra Landsbankans undir kjararáð. Þetta hafi bankaráðið ítrekað bent á þar sem það hafi talið að launakjörin hafi ekki verið í samræmi við starfskjarastefnu, það er sambærileg við aðra æðstu stjórnendur í bankakerfinu en þó ekki leiðandi. Í svari bankaráðsins til Bankasýslunnar er það rakið hvernig ákvörðun um launakjör Lilju Bjarkar var tekin en hún var ráðin til starfa sem bankastjóri í janúar 2017. Í frétt á vef bankans um svar bankaráðsins segir: „Við mat bankaráðs á hver laun nýs bankastjóra ættu að vera var m.a. aflað gagna frá óháðum ráðgjafarfyrirtækjum um laun stjórnenda annarra fjármálafyrirtækja og forstjóra stórra fyrirtækja á Íslandi og óskað álits á hver samkeppnishæf laun væru. Niðurstöður þeirra voru m.a. að eðlilegt væri að launin væru á bilinu 3,5-4,9 milljónir króna á mánuði. Í kjölfarið var samið um að laun bankastjóra yrðu 3,25 milljónir króna frá og með 1. júlí 2017. Í ráðningarsamningnum kemur fram að það sé stefna bankaráðs að greiða bankastjóra samkeppnishæf laun. Launin voru síðan endurskoðuð í samræmi við ákvæði samningsins og starfskjarastefnunnar frá og með 1. apríl 2018. Heildarlaun bankastjóra nema nú 3,8 milljónum króna á mánuði. Eftir hækkunina eru laun bankastjóra Landsbankans umtalsvert lægri en laun bankastjóra hinna stóru bankanna tveggja.“Svar bankráðsins til Bankasýslunnar má nálgast hér.
Íslenskir bankar Kjaramál Tengdar fréttir Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37 Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45 Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Katrín skammar bankastjóra á ofurlaunum Ekki í boði að segja fjöldanum að bara hafa sig hægan að sögn forsætisráðherra. 14. febrúar 2019 15:37
Laun bankastjóra: „Þetta rugl getur ekki gengið“ Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra eru mjög ósáttur við há laun bankastjóra á Íslandi. Hann talar um rugl í því sambandi. 16. febrúar 2019 12:45
Lykilstjórnandi í banka kostar 38 milljónir á ári að meðaltali Laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur til 25 lykilstjórnenda stóru bankanna þriggja námu alls 944,5 milljónum á síðasta ári. 15. febrúar 2019 07:45
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun