Hætta fjárstuðningi við öryggissveitir Palestínu Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 10:45 Mahmud Abbas, forseti Palestínu bað um að fjárhagsaðstoðinni yrði hætt. EPA/ALAA BADARNEH Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð. Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Bandaríkin hætta í dag að veita fé til öryggissveita Palestínu og er það gert að beiðni yfirvalda Palestínu. Ástæðan er að þing Bandaríkjanna samþykkti í fyrra lög sem segja til um að allar ríkisstjórnir sem fái aðstoð frá Bandaríkjunum heyri undir hryðjuverkalög Bandaríkjanna. Yfirvöld Palestínu óttast lögsóknir vegna stuðnings við hryðjuverkasamtök en lögin taka gildi í dag. Ættingjar bandarískra fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu höfðað mál gegn yfirvöldum Palestínu vegna laganna. Saeb Erekat, háttsettur embættismaður í Palestínu, sagði AFP fréttaveitunni að þeir vildu enga peninga ef það myndi leiða til lögsóknar gegn þeim.Um er að ræða einhverjar 60 milljónir dala á ári sem hefur verið veitt til öryggissveita á Vesturbakkanum. Þær sveitir hafa starfað náið með öryggissveitum Ísrael gegn Hamas og öfgahópum. Embættismenn í Ísrael hafa lýst yfir áhyggjum af stöðvun fjárveitinganna og hafa áhyggjur af því að þróunin muni koma niður á öryggi á Vesturbakkanum. Í samtali við Washington Post sagði ísraelskur embættismaður að ríkisstjórn Ísrael væri að leita leiða svo fjárveitingin gæti haldið áfram og að ættingjar fórnarlamba hryðjuverkaárása gætu fundið réttlæti.Erekat segir það þó ekki vera rétt. Hann segir Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun og bendir á á undanförnu ári hafi ríkisstjórn Bandaríkjanna skorið niður fjárhagsaðstoð til Palestínu um hundruð milljónir dala. Ísraelsmenn og Bandaríkin hafa lengi sakað yfirvöld Palestínu um að kynda undir átök og ofbeldi með því að veita fjölskyldum dæmdra eða grunaðra hryðjuverkamanna í haldi Ísrael eða sem dáið hafa við framkvæmd hryðjuverkaárása fjárhagsaðstoð.Samkvæmt Times of Israel segja Palestínumenn það ekki vera rétt. Um sé að ræða nokkurs kona velferðaraðstoð.
Bandaríkin Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira