Geir: Ósiðleg afskipti hjá forseta UEFA Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 21:00 Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. Viðtal íþróttadeildar við Aleksander Ceferin í vikunni þar sem hann mærir Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur eðlilega vakið athygli. Þar sagði forsetinn meðal annars að samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri og að Guðni væri frábær leiðtogi. „Þetta getur ekki verið hlutverk forseta UEFA að blanda sér í kosningabaráttu í einu af aðildarsamböndum UEFA á þennan hátt. Þetta eru frekleg afskipti, fordæmalaus af mínu viti og ósiðleg,“ segir Geir hvass. Hann segir það vera fordæmalaust að forseti UEFA skipti sér af formannskjöri í aðildarlandi UEFA á þennan hátt og honum var brugðið er hann sá viðtalið. „Ég var mjög hissa og trúði þessu varla. Hélt kannski að þetta væri grín en menn beita valdi sínu óspart greinilega.“ Geir segist ekki vera í nokkrum vafa um að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með ummælunum sem hann lét falla í vikunni. „Ég get ekki séð annað. Ef menn geta komið fram með þessum hætti þá er knattspyrnuhreyfingin spillt,“ segir Geir en ofanritaður benti honum þá á að það væru engin ný tíðindi að knattspyrnuhreyfingin væri spillt. „Menn hafa boðið sig fram til þess að gera betrumbætur á því en þetta er dapur dagur fyrir knattspyrnuna.“ KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Geir Þorsteinsson, fyrrum formaður KSÍ, er verulega ósáttur við afskipti forseta UEFA af formannskjöri KSÍ. Geir segir að forsetinn hafi brotið siðareglur UEFA með framkomu sinni. Viðtal íþróttadeildar við Aleksander Ceferin í vikunni þar sem hann mærir Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur eðlilega vakið athygli. Þar sagði forsetinn meðal annars að samskipti UEFA og KSÍ hefðu aldrei verið betri og að Guðni væri frábær leiðtogi. „Þetta getur ekki verið hlutverk forseta UEFA að blanda sér í kosningabaráttu í einu af aðildarsamböndum UEFA á þennan hátt. Þetta eru frekleg afskipti, fordæmalaus af mínu viti og ósiðleg,“ segir Geir hvass. Hann segir það vera fordæmalaust að forseti UEFA skipti sér af formannskjöri í aðildarlandi UEFA á þennan hátt og honum var brugðið er hann sá viðtalið. „Ég var mjög hissa og trúði þessu varla. Hélt kannski að þetta væri grín en menn beita valdi sínu óspart greinilega.“ Geir segist ekki vera í nokkrum vafa um að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með ummælunum sem hann lét falla í vikunni. „Ég get ekki séð annað. Ef menn geta komið fram með þessum hætti þá er knattspyrnuhreyfingin spillt,“ segir Geir en ofanritaður benti honum þá á að það væru engin ný tíðindi að knattspyrnuhreyfingin væri spillt. „Menn hafa boðið sig fram til þess að gera betrumbætur á því en þetta er dapur dagur fyrir knattspyrnuna.“
KSÍ Tengdar fréttir Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31 Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00 Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Sjá meira
Forseti UEFA: Guðni Bergsson er frábær leiðtogi Aleksander Ceferin, forseti UEFA, talar fallega um Guðna Bergsson, formann KSÍ, í samtali við Vísi og segir samstarf KSÍ og UEFA betra núna en það hafi nokkurn tíma verið. 30. janúar 2019 10:31
Forseti UEFA braut hugsanlega eigin siðareglur er hann dásamaði Guðna Viðtal Vísis við Aleksander Ceferin, forseta UEFA, þar sem hann mærði Guðna Bergsson, formann KSÍ, í bak og fyrir hefur vakið athygli víða og svo gæti verið að Ceferin hafi brotið siðareglur UEFA með orðum sínum. 1. febrúar 2019 09:00
Forseti UEFA: Skiptir máli fyrir Ísland að meðlimum UEFA líki vel við formann KSÍ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fékk góðan stuðning í kosningabaráttu sinni í dag þegar forseti UEFA gaf honum óformlega stuðningsyfirlýsingu og sagði samskipti KSÍ og UEFA aldrei hafa verið betri. 30. janúar 2019 20:00