ESB kallar Gíbraltar nýlendu Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. EPA/ANDRES CARRASCO RAGEL Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum. Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum.
Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46
Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28
Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41