Katar Asíumeistari í fótbolta í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 15:54 Almoez Ali fagnar hér níunda markinu í keppninni. Getty/Zhizhao Wu Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019 Fótbolti Katar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira
Katar tryggði sér sigur í Asíukeppninni eftir 3-1 sigur á Japan í úrslitaleik í Abú Dabí í dag. Katar vann ekki aðeins Asíukeppnina í fyrsta sinn í sögunni heldur hélt liðið einnig hreinu næstum því alla keppnina. Markatala Katar í sjö leikjum er 19-1. Japanar náðu að minnka muninn á 69. mínútu og urðu þar með þeir fyrstu til að skora hjá Katar í Asíukeppninni í ár. Markið skoraði Takumi Minamino. Það dugði aftur á móti skammt.C H A M P I O N S#Qatar are the #AsianCup2019 winners. Their first ever title! History! pic.twitter.com/ceRMnUwCtL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Markakóngur keppninnar, Almoez Ali, tryggði sér markametið í Asíukeppninni með eftirminnilegri hjólhestaspyrnu eftir aðeins tólf mínútna leik. Hann gaf með því tóninn. Katar hafði best áður náð fimmta sætinu í Asíukeppninni en það er ljóst á þessum árangri, að gestgjafar heimsmeistarakeppninnar eftir tæp fjögur ár, eru búnir að setja saman alvöru landslið. Katar er níunda þjóðin sem vinnur Asíukeppnina en Japanar hafa unnið hana oftast eða fjórum sinnum, Japanar höfðu unnið alla úrslitaleiki sína þar til nú en þetta eru fyrstu silfurverðlaun þeirra i þessari keppni. Mörk liðsins skoruðu þeir Almoez Ali, Abdulaziz Hatem og Akram Afif og komu þau tvö fyrstu á fyrstu 27 mínútum leiksins. Almoez Ali var þarna að skora sitt níunda mark í keppninni og sló þar með metið sem hann jafnaði með markinu sínu í undanúrslitunum.@MoezAli_ breaks Ali Daei's record for most goals in a single #AsianCup campaign with his ninth of the #AsianCup2019. KICK in the #AsianCupFinalpic.twitter.com/gyy1pyIClV — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019Akram Afif skoraði þriðja markið á 83. mínútu úr vítaspyrnu. Akram Afif lagði upp fyrstu tvö mörkin en hann var með þrjár stoðsendingar í undanúrslitaleiknum og lagði upp fimm af níu mörkum Almoez Ali í keppninni. Þeir eru báðir bara 22 ára gamlir og ættu því að vera í toppformi á HM á heimavelli í lok ársins 2022. Markið hans Almoez Ali var stórglæsileg hjólahestaspyrna en myndir af því marki má sjá hér fyrir neðan.P I C T U R E - P E R F E C T #AsianCup2019#AsianCupFinalpic.twitter.com/jqhSxsz4rL — #AsianCup2019 (@afcasiancup) February 1, 2019
Fótbolti Katar Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sjá meira