Öllum starfsmönnum Hagkaups í Borgarnesi verður sagt upp Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 21:00 Verslanir Hagkaups og Bónus í Borgarnesi. Vísir/Jói K. Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar. Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Öllum starfsmönnum verslunar Hagkaups í Borgarnesi, hvers lokun er fyrirhuguð í apríl, verður sagt upp þegar leigusamningur rennur út. Tilkynnt var um lokunina í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í gær. Þar kom fram að leigusamningur um húsnæðið sem verslunin starfar í verði ekki endurnýjaður og versluninni því lokað. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir að öllum starfsmönnum verslunarinnar verði sagt upp í kjölfar lokunarinnar. „Ég held að það séu sjö starfsmenn sem koma að vinnu í þessari verslun og það eru uppsagnir tengdar því,“ sagði forstjórinn í samtali við fréttastofu. Finnur sagði að ekki stæði til að bjóða starfsfólkinu sem um ræðir önnur störf, þar sem Hagkaup ræki engar verslanir í nágrenni við Borgarnes. Verslun Bónus í Borgarnesi, sem stendur við hlið Hagkaupsverslunarinnar, mun starfa áfram að sögn Finns.Bæjarstjórinn vonar að sambærileg starfsemi komi í staðinn Gunnlaugur A. Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, sagðist í samtali við fréttastofu ekki þekkja ástæður þess að ákveðið hafi verið að loka versluninni, aðrar en þær að leigusamningur væri að klárast. „Auðvitað er slæmt þegar fyrirtækjum er lokað. Ég hef ekki mikið meira um það að segja. Þarna eru einhverjar forsendur sem ég þekki í sjálfu sér ekki sem liggja að baki.“ Aðspurður sagði hann að lokunin myndi draga að einhverju leyti úr þjónustu við bæjarbúa en benti á að óvíst væri hvað kæmi í stað verslunarinnar sem nú lokar. Sagðist hann vona að í húsnæðið kæmi starfsemi svipuð þeirri og Hagkaup hefur haldið úti á síðustu árum og að hægt verði að veita því starfsfólki sem sagt verður upp atvinnu þar.
Borgarbyggð Kjaramál Tengdar fréttir Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Hagkaup í Borgarnesi lokar í apríl Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri Haga sem birt var í dag. 30. janúar 2019 21:40