Verslunarfólk fagnar dauðadómi plastpoka Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 07:15 Umhverfisráðherra tekur stríðið gegn plasti föstum tökum. Fréttablaðið/Eyþór Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Framkvæmdastjórar Krónunnar og Samkaupa fagna frumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, þar sem skorin er upp herör gegn plastpokum. Verslanirnar segja bannið við að afhenda burðarpoka úr plasti án endurgjalds sem kemur til framkvæmda í sumar og endanlegt bann við afhendingu slíkra poka í ársbyrjun 2021 vera í takt við þeirra áherslur og eitthvað sem kallað hafi verið eftir. „Við höfðum heyrt af þessu og höfum verið að þrýsta á svona aðgerðir í langan tíma þannig að við fögnum þessu frumvarpi,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa. Eins og komið hefur fram er um að ræða innleiðingu á tilskipun ESB en frumvarp Guðmundar Inga gengur lengra en lágmarkskröfur tilskipunarinnar gera ráð fyrir. „Við erum mjög jákvæð gagnvart þessum breytingum og þetta er í takt við okkar áherslur,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar. Hún segir að fyrir liggi að verslanir Krónunnar verði plastpokalausar með öllu fyrir lok ársins. Frumvarpið rími því vel við áherslur fyrirtækisins um minni plastnotkun. Aðspurð segir Gréta María að litlu plastpokarnir sem fáanlegir hafa verið án endurgjalds, á rúllum við kassa og við ávaxtastanda, muni hverfa úr verslunum Krónunnar og aðrar lausnir komi í staðinn. Plastburðarpokar þeir sem enn eru til sölu séu úr 80 prósent endurunnu plasti. „En þeir hverfa úr búðum Krónunnar á næstu mánuðum.“ Gunnar Egill segir að Samkaup, sem rekur auk Samkaupsverslana einnig Nettó, Kjörbúðina, Krambúðina og Seljakjör, hafi farið í umhverfisvænni poka með minna plastinnihaldi fyrir nokkrum árum og unnið markvisst að því að hvetja til notkunar á fjölnotapokum og birgja til að huga að umhverfisvænni lausnum. Gunnar Egill segir að litlu ókeypis plastpokarnir muni væntanlega heyra sögunni til að auki. „Mér finnst líklegt að við fjarlægjum þá alfarið frekar en að rukka fyrir þá gjald en við erum að skoða aðrar lausnir sem gætu leyst það af hólmi.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira