Ekkert eftirlit verður með Katalóníumálinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. febrúar 2019 09:00 Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, sagði á borða sem mótmælendur í héraðshöfuðborginni Barcelona báru í gær. Vísir/EPA Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópuþinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttarhöldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regnhlífarsamtök sex mannréttindabaráttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöldunum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Filippus konungur og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudaginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undirbúa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mánuði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefjast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpastarfsemi.Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi.Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýðræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönnum, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfsstjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands fordæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannréttindum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Hæstiréttur Spánar hefur hafnað beiðni ákærðra leiðtoga katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar og nokkurra alþjóðlegra samtaka um að fá að senda alþjóðlega eftirlitsmenn til að fylgjast með komandi réttarhöldum. Samtök á borð við Amnesty International höfðu farið fram á slíkt auk nokkurra þingmanna á Evrópuþinginu. Ákærðu hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af því að réttarhöldin yrðu ósanngjörn og pólitísks eðlis. International Trial Watch, regnhlífarsamtök sex mannréttindabaráttusamtaka innan og utan Spánar er stofnuð voru til að fylgjast með réttarhöldunum, brugðust illa við tíðindunum. „Það er gjörsamlega óskiljanlegt að hæstiréttur taki ekki frá sæti fyrir alþjóðlega eftirlitsmenn virtra samtaka á borð við American Bar Association, Fair Trials og FIDH. Við munum vinna að því að þetta fólk fái aðgang að dómsal,“ sagði í tísti. Ástæðan sem hæstiréttur gaf fyrir ákvörðuninni var sú að réttarhöldunum verður sjónvarpað og streymt. „Allir borgarar sem vilja fylgjast með geta gert það,“ sagði í yfirlýsingu. Þá ákvað hæstiréttur aukinheldur að hafna beiðni ákærðu um að Filippus konungur og Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti Katalóníu sem er á flótta undan ákæru, yrðu skikkaðir til að bera vitni í málinu. Hins vegar var greint frá því að Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar haustið 2017, allnokkrir spænskir og katalónskir stjórnmálamenn og forseti Baskalands myndu bera vitni. Fastlega var búist við því að réttarhöldin myndu hefjast á þriðjudaginn. Ekkert varð af tilkynningu þess efnis í gær. Nú er því búist við að þau hefjist 12. febrúar en um það hefur ekki verið tilkynnt. Samkvæmt El Nacional hefur tekið lengri tíma en venjulega fyrir dómara að undirbúa sig enda ógrynni af gögnum sem þarf að fara yfir. Fangelsisdóms er krafist yfir tólf Katalónum; tveimur aðgerðasinnum og níu fyrrverandi ráðherrum auk forseta þingsins. Meginþorri þeirra hefur verið í varðhaldi um nokkurt skeið, þar af tveir í fimmtán mánuði. Sótt verður að þeim úr þremur áttum. Ríkissaksóknari Spánar, saksóknari dómsmálaráðuneytisins og lögmenn öfgaíhaldsflokksins Vox sækja málið. Saksóknarar hins opinbera krefjast allt að 25 ára fangelsis fyrir hvern og einn en Vox gerir sterkari kröfu, allt að 74 ára fangelsi. Búist er við því að réttarhöldin sem eru fram undan muni taka nokkra mánuði. Á meðal þess sem Katalónarnir eru ákærðir fyrir er uppreisn, uppreisnaráróður og slæm meðferð almannafjár en Vox gengur lengra og sakar stóran hluta ákærðu um skipulagða glæpastarfsemi.Hywel Williams, þingmaður velska flokksins Plaid Cymru á Bretlandsþingi.Áhyggjur í Bretlandi Hywel Williams, þingmaður Plaid Cymru á breska þinginu, lagði í vikunni fram þingsályktunartillögu um málið. Í texta tillögunnar sagði Williams að það væri löngu liðin tíð í öðrum evrópskum lýðræðisríkjum að ákæra fólk fyrir uppreisn og uppreisnaráróður. Þá lýsti hann yfir áhyggjum af stöðu Carme Forcadell, fyrrverandi þingforseta. Sagði hana ákærða fyrir að leyfa umræður um sjálfstæði og benti á að meirihluti þingsins hefði viljað slíkar umræður. Williams fer fram á að breska þingið lýsi áhyggjum af til dæmis því að dómararnir sem fara með málið hafi verið skipaðir af stjórnmálamönnum, jafnvel stjórnmálamönnum sem hafa áður lýst sig andvíga sjálfsstjórn Katalóníu. „Þingið ætti að kalla eftir því að ríkisstjórn Bretlands fordæmi málsmeðferðina, sem sýnir spænskt lýðræði í afar neikvæðu ljósi.“ Fimm meðflutningsmenn eru að tillögunni og til viðbótar hafa tólf lýst yfir stuðningi við hana. Stuðningurinn kemur úr þremur stærstu flokkum breska þingsins, Skoska þjóðarflokknum, Verkamannaflokknum og Íhaldsflokknum. Í viðtali við Catalan News sagði Williams að það kæmi á óvart að Pedro Sánchez forsætisráðherra hefði ekki talað á skýrari hátt fyrir mannréttindum og lýðræði. „Ég tel að þetta mál sé pólitísks eðlis, ekki lagalegs.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira