Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 2. febrúar 2019 18:30 Jose Aldo hress á blaðamannafundi í vikunni. Vísir/Getty Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1. MMA Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. UFC er með bardagakvöld í Fortaleza í Brasilíu í kvöld þar sem fjölmargir áhugaverðir bardagar eru á dagskrá. Þar á meðal er viðureign Jose Aldo og Renato Moicano. Hinn 32 ára gamli Jose Aldo hefur lengi sagt að hann ætli sér ekki að vera langt fram á aldur í MMA. Fyrr á ferlinum sagðist Aldo ætla að hætta þrítugur en upphaflega planið var að hætta sem ríkjandi meistari. Aldo hefur þegar tapað tvisvar fyrir ríkjandi fjaðurvigtarmeistara, Max Holloway, og hefur í raun engan áhuga á að berjast um titilinn lengur. Samningar meistara endurnýjast sjálfkrafa en Aldo vill klára þessa þrjá bardaga sem hann á eftir og segja þetta gott. Aldo hefur alltaf sagt að hann vilji ekki enda eins og svo margar goðsagnir sem berjast langt fram á aldur og eru skugginn af sjálfum sér. Á meðan Aldo er ekkert að hugsa um titilinn er Renato Moicano mögulega einum sigri frá titilbardaga. Aldo ætlar samt ekkert að gefa eftir og stefnir á að klára Moicano. Þrátt fyrir að Aldo sé ein stærsta MMA stjarnan í Brasilíu er hann ekki í aðalbardaga kvöldsins. Þeir Raphael Assuncao og Marlon Moraes eru í aðalbardaganum en sigurvegarinn í kvöld fær sennilega næsta titilbardaga í bantamvigt. Bardagakvöldið er afar spennandi en auk fyrrnefndra bardaga mætir Demian Maia hinum bandaríska Lyman Good. Sex bardagar eru á dagskrá í kvöld en bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt og hefst útsending kl. 1.
MMA Mest lesið Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Slóvenía - Króatía | Slóvenar geta gert Íslandi mikinn greiða Handbolti Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ Handbolti Fleiri fréttir Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Grindavík - KR | Titrandi taugar í toppslag EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Elín fær sætið hennar Hólmfríðar Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands FH selur Sigurð Bjart til Spánar Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Tók kast eftir óvænt tap og spaðinn fékk að finna fyrir því Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Sjá meira