Goðsagnir sigri hrósandi í Brasilíu Pétur Marinó Jónsson skrifar 3. febrúar 2019 04:46 Jose Aldo eftir sigurinn í nótt. Vísir/Getty UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Brasilíumönnum vegnaði vel á heimavelli og náðu gömlu hetjurnar glæsilegum sigrum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust Brasilíumennirnir Raphael Assuncao og Marlon Moraes í 61 kg bantamvigt. Moraes kláraði Assuncao með hengingu í 1. lotu og ætti að hafa gert nóg til að tryggja sér titilbardaga. Næstu skref meistarans T.J. Dillashaw eru þó óljós en hann vill enn mæta fluguvigtarmeistaranum Henry Cejudo aftur. Goðsögnin Jose Aldo náði glæsilegum sigri þegar hann mætti landa sínum Renato Moicano í nótt. Aldo er á síðustu metrum ferilsins og ætlar að hætta þegar samningur hans klárast. Aldo sýndi og sannaði að hann er langt í frá dauður úr öllum æðum og kláraði Moicano með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Aldo leit vel út í nótt en þessi 32 ára bardagamaður vonast eftir að fá sinn næsta bardaga í Brasilíu í maí. Brian Ortega og Alexander Volkanovski lýstu yfir áhuga að mæta Aldo og þá sagðist Conor McGregor dreyma um að berjast í Brasilíu einn daginn. Aldo sagðist gjarnan vilja fá annað tækifæri gegn Conor McGregor. Hinn 41 árs gamli Demian Maia kláraði Lyman Good með hengingu strax í 1. lotu. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Maia en fyrir bardagann hafði hann tapað þremur bardögum í röð gegn þremur af bestu bardagamönnum þyngdarflokksins. Maia sýndi að hann er enn meðal þeirra bestu í veltivigtinni og á nóg eftir. Heimamönnum vegnaði afar vel á bardagakvöldinu og sáust mörg mögnuð tilþrif í nótt. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. 2. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
UFC var með skemmtilegt bardagakvöld í Brasilíu í nótt. Brasilíumönnum vegnaði vel á heimavelli og náðu gömlu hetjurnar glæsilegum sigrum. Í aðalbardaga kvöldsins mættust Brasilíumennirnir Raphael Assuncao og Marlon Moraes í 61 kg bantamvigt. Moraes kláraði Assuncao með hengingu í 1. lotu og ætti að hafa gert nóg til að tryggja sér titilbardaga. Næstu skref meistarans T.J. Dillashaw eru þó óljós en hann vill enn mæta fluguvigtarmeistaranum Henry Cejudo aftur. Goðsögnin Jose Aldo náði glæsilegum sigri þegar hann mætti landa sínum Renato Moicano í nótt. Aldo er á síðustu metrum ferilsins og ætlar að hætta þegar samningur hans klárast. Aldo sýndi og sannaði að hann er langt í frá dauður úr öllum æðum og kláraði Moicano með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Aldo leit vel út í nótt en þessi 32 ára bardagamaður vonast eftir að fá sinn næsta bardaga í Brasilíu í maí. Brian Ortega og Alexander Volkanovski lýstu yfir áhuga að mæta Aldo og þá sagðist Conor McGregor dreyma um að berjast í Brasilíu einn daginn. Aldo sagðist gjarnan vilja fá annað tækifæri gegn Conor McGregor. Hinn 41 árs gamli Demian Maia kláraði Lyman Good með hengingu strax í 1. lotu. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Maia en fyrir bardagann hafði hann tapað þremur bardögum í röð gegn þremur af bestu bardagamönnum þyngdarflokksins. Maia sýndi að hann er enn meðal þeirra bestu í veltivigtinni og á nóg eftir. Heimamönnum vegnaði afar vel á bardagakvöldinu og sáust mörg mögnuð tilþrif í nótt. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. 2. febrúar 2019 18:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Sjá meira
Jose Aldo berst einn af síðustu bardögum sínum í kvöld Brasilíska goðsögnin Jose Aldo ætlar að hætta á þessu ári. Aldo á þrjá bardaga eftir á samningi sínum og á erfiðan bardaga í kvöld. 2. febrúar 2019 18:30