Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Hið umdeilda pálmalistaverk í væntanlegri Vogabyggð er fjármagnað með innviðagjöldum eins og komið hefur fram. Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
Verktakar veigra sér við að leita réttar síns gagnvart hugsanlega ólögmætum innviðagjöldum af ótta við afleiðingar sem það kunni að hafa á framtíðarverkefni þeirra. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI). Hann segir samtökin vera að skoða leiðir til að gera eitthvað í málunum. Innviðagjöldin svokölluðu hjá Reykjavíkurborg komust enn í umræðuna í vikunni þegar greint var frá því að listgjörningurinn með pálmatré í Vogabyggð yrði meðal annars fjármagnaður með slíkum gjöldum lóðarhafa. Deilt hefur verið hart á þessi gjöld og verktökum sviðið þessi gjaldtaka en Samtök iðnaðarins fengu fyrir um tveimur árum lögfræðiálit þar sem niðurstaða Lex lögfræðistofu var að sterk rök væru fyrir því að gjaldið væri ólögmætt.Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Á föstudag fullyrti almannatengillinn Friðjón Friðjónsson í Morgunútvarpi Rásar 2 að hann þekkti aðila sem stæðu í byggingarverkefnum og segðu sögur af hótunum undir rós um að menn myndu ekki fá deiliskipulag ef þeir greiddu ekki þessi gjöld. „Okkar félagsmenn kannast við að borgin sé í yfirburðastöðu við þessa samningagerð,“ segir Sigurður aðspurður út í ummæli Friðjóns. „Við höfum heyrt dæmi um þetta og hérna er um að ræða býsna háar fjárhæðir í gjaldtökunni. Fjárhæðir sem kannski hlaupa á hundruðum milljóna fyrir hvert verkefni. Án þess að vera með heildaryfirsýn þá sýnist mér að tekjur Reykjavíkurborgar á síðustu árum hlaupi á milljörðum króna. Það er stærðargráðan.“ Sigurður segir að þótt borgin tali um samninga milli aðila í þessum efnum þá sé borgin í algjörri yfirburðastöðu. Aðspurður hvort standi til að láta reyna á lögmæti þessara innviðagjalda fyrir dómi segir Sigurður að hann viti ekki til þess að slíkt standi til en að margir hafi áhuga á því. „En veigra sér við því vegna þess að, aftur, sveitarfélagið er í yfirburðastöðu. Þannig að menn vilja kannski frekar hafa gott veður varðandi verkefni til framtíðar.“ Aðspurður hvaða úrræði SI hafi til að gera eitthvað í málunum segir Sigurður að samtökin séu að skoða ýmsar leiðir. „Þessa dagana erum við að afla frekari upplýsinga og dæma um þessi mál. Við höfum áhuga á því að fara lengra með það. Við erum að skoða hvaða farvegur það gæti verið.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20 Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
Engin fordæmi fyrir pálmatrésbyggingu á Íslandi Ingólfur Guðnason, brautarstjóri í Landbúnaðarháskóla Íslands, segir að listaverkið Pálmatré, sem reisa á í nýrri Vogabyggð í austurhluta Reykjavíkur, sé flókið. Ekkert útiloki þó að það sé mögulegt. 31. janúar 2019 10:20
Kostnaður við listaverkin í Vogabyggð eitt prósent af heildinni Kostnaður við listaverkið Pálma, tvö pálmatré í gróðurhúsi sem mun prýða torg í nýrri Vogabyggð, verður þegar upp er staðið eitt prósent af heildarkostnaði Reykjavíkurborgar við uppbygginguna. 30. janúar 2019 15:40