„Finninn fljúgandi“ er látinn Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2019 08:26 Matti Nykänen á Ólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. Getty Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn. Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Matti Nykänen, einn fremsti íþróttamaður í sögu Finnlands, er látinn, 55 ára að aldri. Finnskir fjölmiðlar greina frá því að Nykänen, sem vann til fjölda verðlauna í skíðastökki á Ólympíuleikum og heimsmeistaramótum, hafi andast í nótt. Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferlinum lauk, en hann glímdi við alkóhólisma og afplánaði nokkra fangelsisdóma, meðal annars fyrir hnífstunguárásir. „Finninn fljúgandi“ vann til fernra gullverðlauna á Ólympíuleikum og sex á heimsmeistaramótum. Á Ólympíuleikunum í Calgary árið 1988 varð hann fyrsti skíðastökkvarinn til að vinna til þrennra gullverðlauna á sömu leikum. Hann vann fyrstu gullverðlaun sín á heimsmeistaramóti árið 1982, þá átján ára gamall, auk þess að hann vann fjórum sinnum heimsbikarinn í skíðastökki – met sem hann deilir einungis með Pólverjanum Adam Małysz. Nykänen lagði skíðin á hilluna árið 1991.Vann mót ölvaður Að ferlinum loknum voru oft sagðar fréttir í finnskum fjölmiðlum af ósæmilegri og glæpsamlegri hegðun þessarar þjóðhetju Finnlands. Glíma Nykänen við áfengi hófst þegar hann var enn að keppa í skíðastökki og ágerðist eftir að ferlinum lauk. Í kvikmynd um manninn frá árinu 2006 sagði fyrrverandi landsliðsþjálfari Finnlands, Matti Pulli, frá keppni á þeim tíma þegar ferill Nykänen stóð sem hæst. „Ég man eitt sinn í Holmenkollen [í Noregi], þá fundum við Matti Nykänen ölvaðan og sofandi klukkan fjögur um nótt. Við héldum á honum upp í rúm og héldum að hann myndi ekki keppa daginn eftir. Vegna þoku var keppni frestað um tvær klukkustundir. Það gaf honum auka tvo tíma til að jafna sig. Hann var ekki allsgáður þegar keppnin stóð yfir, en hann stökk tíu metrum lengra en nokkur annar. Slíkir voru yfirburðirnir,“ segir Pulli.Matti Nykänen rataði ítrekað í fréttirnar eftir að ferli hans lauk.GettyStakk eiginkonu sína Árið 2004 var Nykänen dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa stungið nágranna sinn með hnífi. Sex árum síðar hlaut hann annan dóm fyrir að stinga þáverandi eiginkonu sína, Mervi Tapola, einnig með hnífi. Nykänen gekk alls fimm sinnum í hjónaband og eignaðist þrjú börn.
Andlát Finnland Skíðasvæði Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira