Ljóst er að mörgum þykir þetta heldur vel í lagt og einhver netverjinn velti því háðslega fyrir sér hvort öskutunnurnar á myndinni fylgi með?
Í lýsingu er talað um að um sé að ræða forstofu með flísum á gólfi. „Eldhús með dúk á gólfi, hvít eldri innrétting, tengi fyrir þvottavél í eldhúsi. Svefnherbergi/stofa inn af eldhúsi með parketi á gólfi. Lítið baðherbergi með sturtuklefa. Geymsla við hlið útihurðar.“
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 6,2 prósent milli 2017 og 2018. Það er minnsta hækkun frá árinu 2011 og mikil breyting frá árinu áður, þegar fasteignaverð hækkaði um 18,9 prósent. Í nýlegri frétt á mbl segir að meðalverð seldra íbúða í 101 Reykjavík var 538 þúsund krónur á fermetrann á þriðja fjórðungi árs í fyrra.





