Snjóflóð féll á Þjóðveg 1 um Hvalnesskriður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2019 11:38 Hvalsnesskriður er um hálfa leið frá Höfn í Hornafirði til Djúpavogs. Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Snjóflóð féll á veginn í Hvalnesskriðum á Þjóðvegi 1 á suðausturlandi á ellefta tímanum í morgun. Lögregla telur að enginn mannskaði hafi orðið. Reikna má með að vegurinn verði lokaður fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Jóhann Hilmar Haraldsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við fréttastofu að tilkynning um flóðið hafi borist rétt fyrir klukkan hálf ellefu í morgun.„Samkvæmt okkar heimildum lenti enginn í flóðinu,“ segir Jóhann Hilmar. „Vegurinn verður lokaður eitthvað fram eftir degi á meðan aðstæður eru metnar. Það er komið ruðningstæki á svæðið og líka aðilar frá björgunarsveit og lögreglu.“ Í vefmyndavélum Vegagerðarinnar klukkan 11:15 mátti sjá bílaröð sem myndast hafði enda vegurinn lokaður. „Eins og er þá fer enginn þarna í gegn, og engin hjáleið um.“Björgunarsveitarbíll mættur á svæðið rétt fyrir klukkan tólf.VegagerðinHugmyndir hafa verið uppi um jarðgöng undir Lónsheiði sem myndi stytta hringveginn um 12 kílómetra auk þess fólk þyrfti ekki lengur að aka um Hvalnesskriður. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Hornafirði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október 2017 að vegurinn væri afar hættulegur. „Það er stórhættulegur vegur um skriðurnar og veðravíti þar, - sem verður svo sem aldrei hægt að laga. Þetta verður aldrei örugg leið út af grjóthruni,“ sagði Reynir. Leiðin um Hvalsnes- og Þvottárskriður var opnuð fyrir um fjörutíu árum en áður lá þjóðvegurinn um Lónsheiði. Það gæti því farið svo að þar yrði framtíðarleiðin á ný en Reynir sagði enga spurningu að göng yrðu til mikilla bóta.Eins og sjá má er þjóðvegurinn lokaður um Hvalnesskriður.Vegagerðin
Björgunarsveitir Djúpivogur Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45 Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Hringvegurinn gæti styst um fjörutíu kílómetra Hringvegurinn um Suðausturland, frá Öræfum til Berufjarðar, gæti styst um nærri fjörutíu kílómetra, miðað við framkvæmdir sem ýmist eru hafnar eða á teikniborðinu. 25. október 2017 21:45
Vilja göng undir Lónsheiði Bæjarráð Hornafjarðar hvetur Vegagerðina til að undirbúa gangnagerð til að leysa vegkaflan um Hvalnesskriður af hólmi. 16. júlí 2014 11:10