Loftslagsbreytingar og Háskóli Íslands Aðalbjörg Egilsdóttir og Ásmundur Jóhannsson skrifar 4. febrúar 2019 12:53 Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Umhverfismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt stærsta vandamál 21. aldarinnar er hlýnun jarðar. Rannsóknir vísindamanna á hlýnun jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda hafa leitt í ljós að hún er af manna völdum og að róttækra aðgerða sé þörf viljum við hægja á breytingunum sem eru nú þegar byrjaðar. Mikilvægt er að allir leggi sitt af mörkum, en sem stærsta menntastofnun og einn stærsti vinnustaður landsins á Háskóli Íslands að vera leiðandi í úrbótum í umhverfismálum. Stefna Röskvu í umhverfismálum er metnaðarfull og horfir til margra vinkla ógnarinnar sem síaukin losun gróðurhúsalofttegunda er. Stefnt er að minni matarsóun innan skólans með því að selja vörur á síðasta séns með afslætti, minna kolefnisfótspori með því að hvetja til fjarfunda frekar en kolefnisfrekra fluga til annarra landa og því að gera öllum nemendum skólans auðveldara að nýta almenningssamgöngur, hjól eða tvo jafnfljóta sem ferðamáta. Ein stærsta breytingin sem við viljum sjá í umhverfismálum háskólans er að nemendur og starfsmenn noti almenningssamgöngur í eins miklum mæli og mögulegt er en um 66% af kolefnisfótspori háskólans er vegna notkunar einkabílsins. Í því skyni höfum við komið fram með hugmyndina um samgöngukort að fyrirmynd U-pass, sem er þekkt í mörgum skólum í Norður-Ameríku. Fyrir utan að vera umhverfisvænn kostur væri slíkt kort hagkvæmt fyrir stúdenta og myndi minnka bílaumferð til og frá háskólasvæðinu til muna. Draumurinn er að með slíku korti fengju nemendur aðgang að strætó, hjólaleigu og samnýtingu bíla. Með góðu samstarfi við marga, m.a. Félagsstofnun stúdenta, höfum við náð árangri síðustu tvö ár en erum hvergi nærri hætt. Nú eru til sölu græn kaffikort í Hámu, sem gefa afslátt af kaffi og te í fjölnota kaffimálum, loksins er hægt að endurvinna málma innan háskólans og þjónustu næturstrætó verður haldið áfram eftir mikinn þrýsting. Auk þessa hefur úrval á vegan fæði aukist og hjólaskýli hefur verið byggt fyrir framan VR-II en fleiri hjólaskýli eru í kortunum á næstu mánuðum. En hvernig förum við að því að koma breytingum eins og samgöngukorti í gegn? Breytingum sem hefðu þurft að gerast helst fyrir mörgum árum? Svarið er róttækni. Róttækar aðgerðir eru eitthvað sem Röskva er alls ekki hrædd við og við þurfum þær til að sjá breytingar á umhverfismálum háskólans. Kjósið umhverfismál og háskóla fyrir alla. Kjósið Röskvu.Höfundar stunda nám við Háskóla Íslands og skipa 1. og 2. sæti á lista Röskvu hjá Verkfræði- og náttúrúvísindasviði hjá Háskóla Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun