Sakar Jón Baldvin um lygar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 14:00 Frænka eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra sakar hann um lygar. Vísir/Vilhelm Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir. MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Frásagnir tuttugu og þriggja ónafnfgreindra kvenna um kynferðisbrot og áreiti Jóns Baldvins Hannibalssonar koma fram á bloggsíðu sem birtist í morgun. Hann neitar að hafa beitt kynferðislegri misbeitingu og segir um róg og níð að ræða. Talskona hópsins segir hann ljúga. í janúar hófu að birtast frásagnir kvenna um kynferðisbrot Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi ráðherra og sendiherra á Facebook. Í morgun opnaði bloggsíða með 23 nafnlausum sögum þolenda af kynferðisbrotum og áreitni af hans hálfu sem ná yfir nær 60 ár. Konurnar kenna sig við Metoo-byltinguna og segja að tilgangurinn sé að frelsa sig frá þeirri þjáningu sem samskipti við hann hafi valdið í áratugi. Í fréttum okkar í gær neitaði Jón Baldvin að hafa áreitt konur kynferðislega. „Vitandi vits hef ég aldrei káfað, þuklað klipið eða sýnt konum óvirðingu í orði, þvert á móti,“ segir Jón Baldvin. Guðrún Harðardóttir segir Jón Baldvin ljúga.vísir/aðsend Guðrún Harðardóttir, systurdóttir Bryndísar Schram, eiginkonu Jóns, er ein af talskonum Metoo-hópsins. Hún segir hann ljúga. „Maðurinn lýgur, það er bara þannig. Ég meina, við erum 23 konur sem höfum allar upplifað að hann sé annað hvort að káfa á okkur, troða tungunni upp í okkur, horfa á okkur sofandi, segja við okkur að hann vilji sofa hjá okkur frá því við erum tíu ára þangað til við erum 18 ára,“ segir Guðrún. Jón segir að hann komi aðeins til með að svara ásökunum þeirra sem komi fram undir nafni. „Ef einhver ber þig svívirðilegum sökum á netinu eða í fjölmiðlum hvernig er hægt að svara ef þú veist ekkert hver það er. Þetta voru kallaðar gróusögur í gamla daga og er rógur og níð. Ég skora á þetta fólk að koma fram undir nafni og standa þá fyrir máli sínu í réttarkerfi Íslands,“ segir Jón Baldvin. Guðrún segir að ekki hafi komið til greina að birta nöfn þeirra kvenna sem um ræðir. „Nei, vegna þess að vanalega beinist öll athyglin að þolendum og umræðan fer þá að snúast um trúðverugleika þeirra. Við vildum beina umræðunni að Jóni Baldvini en ekki okkur,“ segir Guðrún. Jón Baldvin hefur sagt að um sé að ræða hóp í kringum dóttur hans og telur að verið sé reyna að koma í veg fyrir bókaútgáfu og málþing í tilefni af áttræðis afmæli hans. Þessu neitar Guðrún. „Þetta eru þvílíkar samsæriskenningar að þetta sé einhver hópur öfgafemínisma sem sé að reyna að klekkja á honum. Sögurnar eru bara það margar og sýna ákveðin mynstur sem er bara ekki hægt að skálda,“ segir Guðrún Harðardóttir.
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13 Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Birta 23 frásagnir af meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins Sögurnar spanna nokkra áratugi en konurnar sem rita tengjast Jóni Baldvin fjölbreyttum böndum. 4. febrúar 2019 10:13
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Segist ekki geta svarað nafnlausum ásökunum og hvetur ásakendur til að koma fram undir nafni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra segist ekki geta svarað ásökunum á hendur honum sem settar eru fram í skjóli nafnleyndar. Hann segist hafa svarað öllum þeim ásökunum á hendur honum sem settar hafa verið fram undir nafni og hvetur þá sem sakað hann um kynferðislegt áreiti eða ofbeldi að koma fram undir nafni. 3. febrúar 2019 20:00