Hart tekist á um veggjöldin í síðari umræðu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2019 17:42 Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag. Vegtollar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira
Talsmaður meirihluta samgöngunefndar segir að framlög til nýframkvæmda og viðhalds í vegakerfinu muni tvöfaldast á næstu árum samþykki Alþingi að taka upp veggjöld. Minnihlutinn telur meirihlutann hins vegar hafa afvegaleitt umræðuna með hugmyndum sínum um veggjöld. Síðari umræða um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára hófst á Alþingi í dag. Þar eru til umræðu breytingartillögur meirihlutans um að tekin verði upp veggjöld á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og jafnvel í öllum jarðgöngum landsins. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir tillögum meirihlutans, sem fulltrúi Miðflokksins skrifar einnig undir, og sagði veggjöld geta flýtt nauðsynlegum framkvæmdum, aukið umferðaröryggi og stytt ferðatíma.„Verði sú stefna að veruleika sem hér er mörkuð þá er það alveg ljóst að við erum að stíga stærri skref í eflingu samgöngukerfisins sem stigin hafa verið á Íslandi en nokkru sinni áður að ég tel að hægt sé að fullyrða. Það munu bætast við nánast tvöföldun þegar að sú leið verður komin í farveg sem hér er farið yfir,” sagði Jón. Minnihlutinn segir stjórnvöld hafa vanrækt uppbyggingu vegakerfisins á undanförnum uppgangsárum í ferðaþjónustu. Samgönguáætlun væri ekki full fjármögnuð eins og meirihlutinn héldi fram. Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar sagði að enda ætti samgönguráðherra eftir að leggja fram frumvarp um veggjöldin á vorþingi og endurnýjaða samgönguáætlun í næsta haust. Hægt væri að fjármagna þessi verkefni með öðrum hætti.„Minnihlutinn telur ótímabæra og skyndilega umræðu meirihlutans um veggjöld hafa komið í veg fyrir faglega vinnu nefndarinnar við samgönguáætlun til fimm og fimmtán ára. Skyndilegar hugmyndir meirihlutans breyttu þeirri vinnu sem nefndin var í og laut að því að kanna afstöðu landshluta og sveitarfélaga til framkvæmda og forgangsmála á svæðunum,” sagði Helga Vala. Síðari umræða um samgönguáætlanirnar stendur væntanlega fram á kvöld og ekki víst að henni ljúki fyrr en á morgun. Þá á eftir að greiða atkvæði sem annað hvort gerist að lokinni umræðu á morgun eða á fimmtudag.
Vegtollar Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Sjá meira